jth wrote:
Jss wrote:
Reyni að athuga þetta á eftir eða eftir helgi ef það gefst ekki tími á eftir með því að skoða annan E60 bíl sem er með skynjurum bæði að framan og aftan.
Menn hafa mikið verið að velta sér upp úr þessu, þ.e.a.s. hvar verið sé að fela skynjarana ef þeir á annað borð eru í þeim bílum sem við höfum séð myndir af.
Svo eru það hliðarspeglarnir - þessi svarti listi á neðri helming framhlið þeirra. Það kæmi mér á óvart ef þetta reyndist einungis vera skraut - gæti vel trúað því að þarna sé verið að hýsa skynjara af einhverju tagi (t.d. fjarlægðar f.cruise, stay-in-lane o.s.frv. ).
Það sem myndi hinsvegar mæla gegn því að hafa dýra og mikilvæga skynjara þar er óvarin staðsetning þeirra - algengt er að hliðarspeglar laskist í minni háttar óhappi. Það væri ferlegt að þurfa að skipta um rándýran spegil bara af því að BillyBob á pickupnum þrumaði hurðinni sinn í hann....

Ég yrði einmitt ekkert hissa á þessu með spegilinn en er að sama leyti sammála þér varðandi óhentuga staðsetningu, þá sérstaklega í USA þar sem eins og þú segir með BillyBob, það er víst nóg af þeim á pickupum þarna.
En fjarlægðarskynjararnir eru mun minna áberandi á E60 heldur en t.d. E39, E36 og E46.
_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR