Ég er auðvitað aðallega að tala um tablets og þessháttar vörur, enda þráðurinn um það.
Einsii wrote:
Sjálfur seigir þú að Apple séu fyrstir með allar þessar vörur. Er ekki einmitt mjög algengt að kína eftirlíkingar séu ódýrari en orginallinn?
Ég sagði voru fyrstir að hanna vörur sem að virka fyrir hinn venjulega notanda, skapandi aukna eftirspurn eftir sambærilegum vörum. Aðrir framleiðendur svöruðu því kalli og þróuðu í kjölfarið betri og öflugri vörur. Samlíkingin þín virkar því ekki.
Einsii wrote:
Allt of lokað umhverfi í kringum Apple vörur.
Itunes, Airplay, engin standard port, verður að notast við ákveðin formöt á borð við mp4, mov og m4v, ströng ritskoðun á apps, ekkert flash support og margt fleira.
Einsii wrote:
Þú þarft ekki að kaupa þá nema til að auka við virkni tækisins, þannig að ef tækið dugar þér eins og það er kostar það bara það sem það kostar, og það er sko enginn galli að eiga val um að auka við möguleika þess sem maður kaupir sér, sérstaklega ekki þegar maður getur gert það eins vel og Apple aukahlutir virka!
Þú orðaðir þetta sjálfur best. "Þú þarft ekki að kaupa þá nema til að auka virkni tækisins"
Af hverju ætti ég að kaupa aukahluti til að nota tengimöguleika sem eru pretty much industry standard?
Einsii wrote:
hvaða vörur frá Apple er ekki hægt að uppfæra um eðlilegar uppfærslur eins og ram, hd og auðvitað aukabúnað?
Reina ekki flestir raftækjaframleiðendur að spila þennann leik? Og það er svosem ekki þeim að kenna að neytandinn vill endalaust það nýjasta og flottasta. Samt æðislegt af þeim að bjóða okkur upp á það.
Skal viðurkenna að þetta var kannski fullasnalega orðað hjá mér. Auðvitað eru langflestir framleiðendur uppvísir af þessu. Hinsvegar hlutir eins og að geta ekki skipt um batterý án þess að rífa símann í frumeindir liggur við eru hlutir sem að ég fíla ekki.
Einsii wrote:
Mitt sjónvarp er ekki nettengjanlegt, keypti apple tv2 á 18k. nýtt flott tv er hvað 180++ ?
Svo er ég ekki viss um að ég geti sett XBMC upp á sjónvörpin.
Þessar röksemdafærslur þínar eru ekki alveg að meika sense. Ég er að segja að þau sjónvörp sem eru nettengjanleg styðja flest DLNA streaming. Ef svo óheppilega vill til að sjónvarpið sé ekki með slíkan fítus þá getur maður auðveldlega keypt lítið box í kringum 50$ sem að streamar DLNA í 1080. Ekki nóg með að það sé ódýrara heldur en Apple TV þá er það líka betra, þar sem að Apple TV styður einungis 720p.
Einsii wrote:
Ég er með SE Xperia Arc og konan Samsung Galaxy S2.
Þetta eru sjálfsagt mjög góðir símar fyrir Apple haters eða þá sem ekki hafa kynnst öðru betra. (Ég meina vinnufélagi minn er í sjöunda himni með Nokia N8 símann sinn )
En bara það að við komumst ekki upp með annað en að hlaða allar nætur eða vera straumlaus seinnipart á degi tvö seigir bara nóg. Og ég veit að með því að tweeka megnið úr deiginu er hægt að ná einhverju meira úr þessum símum en kommon þetta eru símar/lófatölvur ég þurfti ekki að spá í þessu með iphone og veit þessvegna að ég á ekki að þurfa að spá i þessu á öðrum símum!
Þótt að ég fíli persónulega ekki Xperia Arc þá er Galaxy S2 alveg yndislegur sími.
Ég er hinsvegar með Galaxy S og ég fæ alveg 3 daga í hörkunotkun. Reyndar er ég með 3g off nema þegar að ég nota það og brighness í botni en hef ekki þurft að vesenast mikið í batteríisveseni. Ef eitthvað er hafa Galaxy símarnir sýnt það ítrekað að þeir séu með betra batterýlíf heldur en Iphone.
Þótt að það sé án efa hægt að tala endalaust um þessi mál þá eru þetta allt saman bara spurning um hvað fólk vill eyða peningunum sínum í.
Ég persónulega nota ekki Apple vörur því að þær eru nær alltaf dýrari, með verri vélbúnað og fyrir mína notkun allt of heftandi.
Aðrir leita bara af einfaldleika og þæginlegu viðmóti, enda eru þessar vörur ekki vinsælar af ástæðulausu.