IceDev wrote:
Allt of dýrar vörur miðað við samkeppnisaðila.
Sjálfur seigir þú að Apple séu fyrstir með allar þessar vörur. Er ekki einmitt mjög algengt að kína eftirlíkingar séu ódýrari en orginallinn?
IceDev wrote:
Allt of lokað umhverfi í kringum Apple vörur.
Hvar er það svona lokað? og hvernig hefur það áhrif á venjulegann notanda?
IceDev wrote:
Vörur eru hannaðar með það í huga að hægt sé að selja manni aukahluti.
Þú þarft ekki að kaupa þá nema til að auka við virkni tækisins, þannig að ef tækið dugar þér eins og það er kostar það bara það sem það kostar, og það er sko enginn galli að eiga val um að auka við möguleika þess sem maður kaupir sér, sérstaklega ekki þegar maður getur gert það eins vel og Apple aukahlutir virka!
IceDev wrote:
Vörur eru hannaðar með það í huga að ekki sé hægt að uppfæra hlutinn.
hvaða vörur frá Apple er ekki hægt að uppfæra um eðlilegar uppfærslur eins og ram, hd og auðvitað aukabúnað?
IceDev wrote:
Vörurnar eru hannaðar með planned obsolescence í huga.
Reina ekki flestir raftækjaframleiðendur að spila þennann leik? Og það er svosem ekki þeim að kenna að neytandinn vill endalaust það nýjasta og flottasta. Samt æðislegt af þeim að bjóða okkur upp á það.
IceDev wrote:
Ákveðið merkjasnobb ( án efa ekki galli per say en ég er ekki áhugamaður um slíkt )
IceDev wrote:
Villandi markaðsherferðir
ef þú ert að tala um hversu hallærislega þeir láta þegar þeir implementa gamla tækni í iPhone þá get ég ekki verið annað en mjög sammála þér.. Ég meina, þeir fundu ekki upp video calling eða notification center!

En þeir meiga eiga það að þeirra lausnir eru fjandi vel útfærðar.
IceDev wrote:
Tökum sem dæmi eins og Apple TV. Flest ný sjónvörp í dag eru með nettengimöguleika og því er hægt að streame stöff beint af smartphones, tablets eða af heimilistölvum beint í sjónvarpið. Eina sem maður þarf að vera með er DLNA server. Heildarkostnaður við að koma slíku upp er í kringum 0 krónur.
Apple selur manni Apple TV sem er basically bara proprietary DLNA client fyrir apple vörur. Apple hefði alveg eins getað notað DLNA stuðulinn en þá hefðu þeir auðvitað ekki getað selt Apple TV, sem nota bene var heljarinnar flopp fyrst þegar að þetta var kynnt.
Þetta er lýsandi dæmi um hvernig Apple elskar að nickle-and-dime'a viðskiptavini sína.
Mitt sjónvarp er ekki nettengjanlegt, keypti apple tv2 á 18k. nýtt flott tv er hvað 180++ ?
Svo er ég ekki viss um að ég geti sett XBMC upp á sjónvörpin.
IceDev wrote:
Varðandi ósætti þitt við android skil ég ekki alveg....
Hvernig símtæki varstu með og hvaða útgáfu af android?
Ég er með SE Xperia Arc og konan Samsung Galaxy S2.
Þetta eru sjálfsagt mjög góðir símar fyrir Apple haters eða þá sem ekki hafa kynnst öðru betra. (Ég meina vinnufélagi minn er í sjöunda himni með Nokia N8 símann sinn

)
En bara það að við komumst ekki upp með annað en að hlaða allar nætur eða vera straumlaus seinnipart á degi tvö seigir bara nóg. Og ég veit að með því að tweeka megnið úr deiginu er hægt að ná einhverju meira úr þessum símum en kommon þetta eru símar/lófatölvur ég þurfti ekki að spá í þessu með iphone og veit þessvegna að ég á ekki að þurfa að spá i þessu á öðrum símum!