Ég var orðinn langþreyttur á viftuhljóði úr tölvum, bæði þegar ég var að vinna og í leikjum, þannig að ég fór að skoða active noise cancellation headphones alveg villt og galið, og tók alveg 2-3 daga í síðustu viku í að skoða og prufa öll þau helstu persónulega.
Það voru ein heyrnartól sem voru algjörlega í sér klassa hvað varðar að blokka hávaða, og það voru Bose Quiet Comfort 15. Ég fann engar upplýsingar um hvort að tíðnin á litlum tölvuviftum væri nógu lág til þess að vera algjörlega blokkuð (active noise cancel virkar best á low frequency) -- þannig ég mældi tíðnina á air conditioning uniti í búðinni með símanum bara, og bar það saman við tölvuviftu, og það vildi svo til að það var nógu nálægt til að ég ákvað að taka sénsinn og kaupa eitt svona apparat.
Nú er ég búinn að testa þetta heima í tölvunni, og viti menn, þegar maður kveikir á takkanum á headphoneunum þá er bara eins og það sé slökkt á tölvunni. Maður heyrir bara ekki baun í viftunni.

Officially bestu tölvuheyrnartól í heimi ef maður á annað borð heyrir í viftunum hjá sér. Og nota bene þá hef ég alltaf hatað Bose fyrir að vera overpriced, overbassed vörur miðað við t.d. Sennheiser -- en þegar kemur að noise cancellation þá á Sennheiser bara ekkert í þá því miður.
P.s. Nýherji/Sony Center er að selja þessi headphones á 90þúsund kall, en álagningin þar er stjarnfræðileg. Þessi headphones kosta um $300 á Amazon.