Eins og margir hef ég horft á þennan bíl í mörg ár.
Núna þegar hann var til sölu small þetta allt saman og ég eignaðist bílinn.
Þetta er sem sagt BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio. Bíllinn kom á götuna 29. október 1993 og er bíll nr. 17 af þessari gerð. Sagan segir að aðeins 155 hafi verið smíðaðir. Bíllinn er í dag ekinn 137 þús. Því miður eru ekki þjónustubækur með honum frá upphafi heldur hef ég bara söguna frá sumrinu 2008 en þá var bíllinn keyrður 118 þús. Bíllinn kemur til Íslands í desember 2006, þá ekinn rétt rúm 100 þús.
Það eru alveg nokkrir búnir að eiga þennan bíl síðan hann kom til landsins. Tók saman sögu hans á BMW Krafti:
Miðað við þessa lesningu virðist meðferðin á bílnum hafa verið góð og síðast eigandi gjörsamlega dekraði við bílinn. Það verður erfitt að veita honum sömu meðferð áfram en ég mun gera mitt besta.
Upphaflega er þetta E36 325i sem sendur er beint frá BMW verksmiðjunni til Alpina. Þar er vélinni breytt í 3,0l svo hún skili 250 hö og 320 Nm togi. Einnig er sett ný fjöðrun í bílinn og nýtt pústkerfi. Alpina setur svo sínar felgur undir bílinn, setur merki á hina og þessa staði og breytir ýmsu smávægilegu.
Helsti búnaður í bílnum er:
- Leður sportsæti með hita
- Beinskipting
- LSD
- Hálfsjálfvirkur toppur
- Tvískipt sjálfvirk miðstöð með loftkælingu
- Stóra aksturstölvan
- Hraðastillir
- Bakkskynjarar
- Hátalarar og magnarar settir í af Einsaa
Bíllinn er mjög nálægt jörðinni en þó ekki um of þannig að ég hef ekki enn rekið hann í neina hraðahindrun. Þurfti þó að fara í smá breytingar á innkeyrslunni hjá mér til að koma honum klakklaust yfir gangstéttina.
Eins og vera ber er bíllinn kominn inn í bílskúr og ég mun taka hann af númerum fljótlega. Ég er þó búinn að smella af nokkrum myndum. Svo er bara að bíða eftir næsta sumri.






_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
