Hannsi wrote:
Hef alltaf sagt að E36 sé mest harlem af öllum BMW, alltaf fundist líka eins og þeir eigi hvergi heima í BMW flórunni.

er þetta ekki allt svolítið relatíft. Persónulega var ég uppi á þeim tíma þegar E30 var og hét nýr bíll. Munurinn á pre og post facelift E30 var gríðarlegur gæðalega á þeim tíma. Ég átti t.d. nokkra ára gamlan 318i á sínum tíma og félagi minn fékk sér svo gott sem nýjan facelift 318i og þetta var bara ekki sami bíllinn. Facelift var bara mörgum gæðaflokkum fyrir ofan hvað flest varðaði.
Hinsvegar upgreidaið ég yfir í E36 318iA (reyndar átti ýmislegt í millitíðinni) í kringum 1994 (þá tveggja ára bíll) og mér fannst gæðamunurinn frá E30 (bæði pre og post facelift) vera stórkostlegur, E36 var mun þéttari bíll í alla staði. Það má taka það fram að ég vann í bílafyrirtæki og gerði mikið af því að prufa mismunandi bíla, og þá líka BMW. Kanski hefur E36 elst verr?
Munurinn á E46 og E36 varð síðan í raun meiri, algjört mega upgrade (keypti E46 323i árið 1999, þá árs gamlan).
Ég veit ekki alveg hvers vegna það gæti verð að mönnum finnst E30 vera betur byggður bíll í dag, hugsanlega eru menn meira að fókusera á dýrari bílana (320-325) og þeir hafa oft fengið betri meðferð en ódýrari, en í E36 range-inu voru flestir bílarnir 4bangers og lítið útbúnir og hafa því kanski fengið verri meðferð almennt á Íslandi. Kanski er þetta bara tískan í dag, E30 er inn og E36 er út, þó svo að E36 M3 sé að sækja verulega á hér úti sem ultimate track tool beginners kit bíllinn því hann höndlar almennt betur en flest í þeim verðflokki.
Menn hafa líka meira flutt inn af E30 bílum en E36 (aftur útaf tísku) og þessir Evrópsku eru yfirleitt í miklu betra standi en "íslenskir" bílar.
Nenni ekki að taka honda umræðuna.. það eru bara til tvær hondur í mínum huga.. S2000 og NSX