bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 19:40

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 
Author Message
 Post subject: 'Ökufantagerði'
PostPosted: Wed 07. Sep 2011 17:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
Hvað finnst ykkur um þetta?

Fyrir mína parta finnst mér þetta ansi talíbanalegt.

Pawel Bartoszek wrote:
Þeir ökunemar sem ljúka námi í dag þurfa að fá þjálfun í svokölluðum ökugerðum þar sem bílar eru látnir lenda í ýmsum ævintýrum eins og að renna til í hálku. Þetta hljómar skemmtilegt og gagnlegt þótt ekki sé víst að hið síðarnefnda sé rétt. Í handbókinni Handbook of Road Safety Measures sem mælir árangur af ýmsum ráðstöfunum í umferðaröryggismálum er þannig vitnað til tveggja rannsókna á fylgni milli hálkuþjálfunar og slysatíðni. Báðar rannsóknirnar sýndu að slysatíðni ungra ökumanna sem fóru í gegnum slíka þjálfun jókst.

Vel ber að merkja að rannsóknirnar tvær eru um tuttugu ára gamlar, en mér er engu að síður ekki kunnugt um aðrar nýlegri rannsóknir sem sýna jákvæða fylgni milli þess að menn læri að renna bílum í hálku á sérútbúnum bílabrautum og þess hve öruggir ökumenn þeir verði.

Hugsanleg ástæða þess að hið gagnstæða kunni að vera tilfellið er að almennt virðist umferðaröryggi minnka með aukinni umferðaröryggistilfinningu. Hringtorg eru örugg því mönnum líður illa þar. Þess vegna má efast um að það sé gott að gefa ungum ökumönnum þá tilfinningu að þeir hafi „lært að keyra við erfiðar aðstæður“. Betra er að þeir haldi að þeir kunni það ekki. Enda kunna þeir það ekki.

Sjálfsöryggi þykir gott. Ótti þykir slæmur. Hvort tveggja getur verið okkur til gagns eða jafnt sem ógagns. Ótti er þannig hluti af innbyggðri áhættureiknivél líkamans. Hann hefur það hlutverk að vara okkur við hættulegum aðstæðum og fá okkur að forða okkur frá þeim. Það er full ástæða til að vinna á sumum ótta, engum er til gagns að vera sísvitnandi við stýrið, en varasamt getur verið að skipta ótta út fyrir sjálfsöryggi þegar er um að ræða aðstæður sem sannarlega eru hættulegar.


Elítuflugmenn
Tökum eitt dæmi. Skýrsla sérfræðinganefndar um tildrög flugslyssins í Smolensk, þar sem forseti Póllands og tugir annarra háttsettra stjórnmála- og embættismanna létu lífið, liggur nú fyrir.

Þótt meðal annars komi þar fram að flugumferðarstjórnin hafi á tímum gefið áhöfninni rangar upplýsingar, virðist sem mistök áhafnarinnar sjálfrar hafi þó vegið þyngst. Notaðar voru rangar hæðarmælingar, árekstrarvarar hunsaðir. Skyggni var nánast ekkert. Flugvélin skall á tré í aðflugi.

Þá virðist sem sá andi sem ríkti innan þeirrar sérdeildar pólska flughersins sem sá um flytja æðstu stjórnmálaleiðtoga landsins hafi haft sitt að segja. Ungum, tiltölulega lítt reyndum flugmönnum var talin trú um að þeir væru „elítuflugmenn“. Og elítuflugmennirnir fóru að taka sénsa.

Í kjölfar útkomu skýrslunnar leysti forsætisráðherra Póllands sérdeildina upp og tilkynnti að framvegis yrðu VIP-flutningar í höndum almennra flugfélaga. Þetta er rétt ákvörðun. Ekki verður séð hvers vegna aðrar kröfur ættu að vera gerðar við flutning stjórnmálamanna en annarra farþega. Með kröfum er að sjálfsögðu átt við kröfur um öryggi þeirra sem flogið er með en ekki kröfur um hugrekki þeirra sem fljúga.


Elítuökumenn
Í akstri og flugi gilda sömu lögmál. Líkt og menn ættu ekki að hætta sér um borð í flugvél sem stýrt er af hugrökkum flugmanni ættu menn að hugsa sig um áður en þeir setjast í farþegasætið hjá ökumanni sem segir miklar sögur af eigin færni við stýrið. Ýmislegt bendir nefnilega til að „góðir“ ökumenn séu mjög oft mjög vondir ökumenn. Og því betri sem þeir telja sig vera þeim mun verri og hættulegri eru þeir í raun.

Það þarf kannski vart að taka það fram en hinn sannkallaði elítuökumaður er ekki sá sem sýnir mikla færni við stýrið þegar hann hefur sjálfur komið sér í ógöngur, heldur sá sem kemur sér og farþegum sínum heilum heim. Líklegast keyra margir elítuökumenn eins og kerlingar. Því þeir eru kerlingar.

Rannsóknir gefa ekki tilefni til að ætla að skortur á ökufærni ráði úrslitum um tildrög margra slysa. Algengustu orsakirnar eru oftrú ökumanna á eigin getu, rangt áhættumat eða hreinasta heimska. Á þær orsakir þarf að ráðast. Það má hafa ákveðnar efasamendir um hvort það að skylda alla ökunema til að taka nokkra hringi á sérbyggðri kappakstursbraut sé réttasta eða hagkvæmasta leiðin að því marki.


http://visir.is/okufantagerdi/article/2011708129895



Ég er nokkuð viss um að slysatíðni kvenna í umferðinni í Sádí Arabíu sé ANSI lítil. Kannski af því að þær fá ekki að keyra yfir höfuð!

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 'Ökufantagerði'
PostPosted: Wed 07. Sep 2011 21:33 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 06. Jun 2003 00:14
Posts: 288
Ég er ekki sammála þessu.

Það hlýtur að vera betra að kunna að bregðast við þegar eitthvað fer úrskeiðis.
T.d ef að bíll rennur til í möl eða hálku eða ef krakki hleypur fyrir bílinn.
Ég er hræddur um að þeir sem keyra eins og kerlingar og hafa aldrei lært að missa stjórn á bílnum muni ekki bregðast rétt við.

_________________
Image Allar almennar bílaviðgerðir 694-3035 Bilavaktin@gmail.com bv.is
- Cadillac CTS-V - Nissan 300ZX TT - 2004 E46 320d Touring -


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 'Ökufantagerði'
PostPosted: Wed 07. Sep 2011 22:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ég er alveg sammála þér siggi.

og er merkilega sjaldan sammála þessum pawel

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 'Ökufantagerði'
PostPosted: Thu 08. Sep 2011 09:57 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Tue 01. Nov 2005 12:38
Posts: 865
Location: Höfuðstaðurinn
Ég held að fleiri hafi ógagn af þessu en gagn. Þeir sem áhguann hafa, hafa af þessu gagn en þeir sem hann hafa ekki, koma einfaldlega út í umferðina haldandi að þeir kunni að aka við erfiðar aðstæður án þess að hafa tileinkað sér kunnáttuna.

_________________
Saxi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 'Ökufantagerði'
PostPosted: Thu 08. Sep 2011 10:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Ég held að svona þjálfun hafi sömu áhrif á sumt fólk sem hræðist auðveldlega undir stýri og að setja það í rússíbana. Það yrði bara skíthrætt í ökugerðinu og myndi panikka, það þarf að mínu mati mjög langa þjálfun til að losa fólk við þetta panikk ástand.

Því þyrfti þessi þjálfun að vera frekar ítarleg að mínu mati. Það þyrfti að fylgja því eftir að fólk hefði gagn af þessu, ekki bara rusla fólki í gegnum ökuþjálfun og svo senda það sína leið.

Reynsla og að halda sönsum undir stýri þegar hætta stafar að er það sem gerir þig að góðum ökumanni. Ef þú ert rólegur, þá eru miklu meiri líkur á að þú komist hjá því að lenda í árekstri til dæmis.

Ég veit ekki hvort þetta sé gott dæmi en ég var 17 ára að keyra með pabba mínum og við vorum með kerru aftaní og það var hálka úti, kerran fer að sveiflast til og frá og ég verð frekar óttasleginn, enda hef ég aldrei lent í þessu áður, pabbi sagði mér að slaka á og ef ég myndi gefa aðeins í þá myndi kerran rétta sig af. Ef ég hefði verið einn þá hefði ég örugglega hægt á og fengið kerruna í bílinn eða eitthvað þaðan af verra.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 'Ökufantagerði'
PostPosted: Thu 08. Sep 2011 10:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Æfingin skapar meistarann.

Það er ekkert flóknara enn það. Það að telja að 10 ökutímar og eitthvað próf geri ökumann tilbúinn að afstýra einhverskonar hættu ástandi
er auðvitað vitleysa.

Virðing fyrir því sem menn eru með í höndunum er eitt helsta vandamálið. Ökumenn gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru að aka umfram þeirra hæfni og
út fyrir eiginleika bílsins. Þetta tvennt samann þegar kemur eitthvað uppá leiðir 100% til slys.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 'Ökufantagerði'
PostPosted: Thu 08. Sep 2011 10:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Ég veit ekki með aðra, en fyrir mitt leiti þá hef ég upplifað töluverðan brautarakstur og farið útaf/misst stjórn á bíl á braut oftar en einu sinni. Sú reynsla hefur kennt mér að vera ekki að keyra eins og geðsjúklingur á götunum því að maður veit hvað það þarf lítið að gerast til að það fari illa.

Þessi aðili sem skrifar þessa grein er á villigötum.

AIDS fræðsla eykur hættu á smiti?

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 'Ökufantagerði'
PostPosted: Thu 08. Sep 2011 11:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 26. May 2003 22:39
Posts: 5709
Location: Reykjavík
Ég hefði haldið að númer 1, 2 og 3 væri að halda ró sinni ef maður missir stjórn á bílnum, svo maður getu nú hugsað og brugðist við. Það hefur allavega dugað mér hingað til. Ég lék mér mikið að því þegar ég var 17 að stelast uppá kvartmílubraut í snjónum, keyra á svona 70-100, toga handbremsuna alveg upp og "redda" mér án þess að láta bílinn vara að snúast. Ég er 100% viss um að það hafi hjálpað mikið til við að halda mér tjónlausum öll þessi ár :)

Svo ég er 100% viss um að ökugerðin munu bjarga mörgum mannslífum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 'Ökufantagerði'
PostPosted: Thu 08. Sep 2011 12:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Handbremsan on snjór hefur kennt mörgum manninum að keyra

sem og snjór og afturhjóladrif.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 'Ökufantagerði'
PostPosted: Sat 10. Sep 2011 13:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
gstuning wrote:
Handbremsan on snjór hefur kennt mörgum manninum að keyra

sem og snjór og afturhjóladrif.


Svo satt. Þegar fyrsti snjórinn kom eftir bílprófið, þá var maður ekki lengi að koma sér fyrir á stóru plani og var handbremsan munduð. Hjálpaði manni gífurlega mikið að læra á bílinn og hvernig á að keyra almennilega í snjó.

Svo lét löggann mann alveg vera!

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 20 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group