bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 22:11

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 40 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Wed 24. Aug 2011 23:04 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
Aron Andrew wrote:
Svona fyrst þú ert líka í smábílahugleiðingum þá myndi ég skoða Honda Jazz, góðir bílar sem bila sama og ekki neitt


Hef einmitt skoðað þá en mér finnst þeir bara svo hrottalega ljótir :thdown:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 25. Aug 2011 00:30 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Jun 2003 19:49
Posts: 1117
Location: Hafnarfjörður
Ég myndi taka þennan:

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991

Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 25. Aug 2011 00:48 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Feb 2004 15:03
Posts: 3465
Location: norður í rassgati
Ég get alveg mælt með Honda accord....
Það er reyndar aðeins stærri bíll en er verið að tala um en þeir eru þægilegir í viðhaldi og fínt að keyra.

Konan er með svoleiðis 2003árg sem hún er búin að eiga síðan 2008 og hann hefur komið mjög vel út að mestu leiti.
Það er 2.L bíll 155hö og eyðir ekkert miklu miðað við stærð....... er í kannski svona tæpum 10L/100km innanbæjar og fer niður í 7 utanbæjar.


Það fór reyndar mótorinn í honum, en ég vil meina að það hafi frekar verið óheppni eða skortur á olíuskiptum hjá fyrri eiganda.

_________________
kv. Jakob B. Bjarnason


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 25. Aug 2011 00:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 14. Dec 2005 19:56
Posts: 9115
Location: Breiðholt, Reykjavík
Ef þú finnur Skoda Octavia diesel á þessu verðbili þá myndi ég hiklaust stökkva á hann. Virkilega fínir bílar.

_________________
Axel Jóhann Helgason. S. 695-7205


E34 Touring
Musso 2.9TDi

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 25. Aug 2011 01:03 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Jul 2009 16:34
Posts: 1204
Jónas wrote:
Aron Andrew wrote:
Svona fyrst þú ert líka í smábílahugleiðingum þá myndi ég skoða Honda Jazz, góðir bílar sem bila sama og ekki neitt


Hef einmitt skoðað þá en mér finnst þeir bara svo hrottalega ljótir :thdown:

alveg sammála því að jazz er að standa sig :thup:
mamma félaga míns er á svona bíl og er alveg hissa á því að hjóla búnaðurinn og demparar séu ekki í masski, hef setið nokkrum sinnum í bíl með henni og það er ALLTAF farið alltof hratt yfir hraða hindranir og ekki séns að maður sleppi við að skalla þakið þegar maður er með henni í bíl :lol: :lol:

_________________
afsakið allar stafsetningar villur (er lesblindur)
Image
BMW e36 325is "dundið" (seldur)
BMW e36 318is "daily"
BMW e32 730ia "sá fyrsti" (seldur :( )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 25. Aug 2011 01:40 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Wed 13. Sep 2006 16:21
Posts: 222
Location: Reykjavík
Ég er búinn að rúnta um á Honda Jazz síðan 2005 og hann hefur komið vel út. Þetta er samt óttaleg dós en með praktískustu bílum sem fyrirfinnast. Eyðir litlu, bilar lítið og skottplássið er í betri kantinum.
Félagi minn fékk Accord 2005 um daginn einmitt á þessu verðbili sem þú ert að spá í svo það ættu að vera aðeins veglegri kaup.

_________________
E36 BMW 316i M-Tech 1998


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 25. Aug 2011 12:26 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 29. Feb 2004 03:40
Posts: 3976
Var mikið á Ford Fiestu 2006 um daginn. Ódýrir bílar og furðulega sprækir miðað við 1400cc vél.

Líklegast besti sub-milljón snattari sem ég fann


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 04. Sep 2011 12:12 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
Hef einhver reynslu af Skoda Fabia? Árgerðin sem ég er að skoða er 2006 (síðasta árgerðin áður en það kom nýtt boddí).


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 04. Sep 2011 12:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
Mamma átti svoleiðis, var lítið vesen á honum. Fannst hann bara skemmtilegur í akstri og gróft hljóð í vélinni sem mér fannst bara í lagi

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 04. Sep 2011 12:59 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 25. Apr 2003 07:11
Posts: 2674
Location: Reykjavík
Axel Jóhann wrote:
Ef þú finnur Skoda Octavia diesel á þessu verðbili þá myndi ég hiklaust stökkva á hann. Virkilega fínir bílar.


Tek undir þetta, bara heyrt gott um Octavia diesel en sennilega aðeins of dýrir.

Subaru Legacy hafa reynst vel í fjölskyldunni.
Eyðslan er reyndar 12 innanbæjar en þetta er bilanafrítt.

_________________
1990 Benz 250D W124


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 04. Sep 2011 13:01 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
Einarsss wrote:
Mamma átti svoleiðis, var lítið vesen á honum. Fannst hann bara skemmtilegur í akstri og gróft hljóð í vélinni sem mér fannst bara í lagi


Manstu hvaða árgerð það var?


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 04. Sep 2011 13:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
var 2000 árg

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Sep 2011 02:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
skoda octavia diesel er ekki að fara á milljón nema tjónaður.. bara einhverjir söluvænustu bílar á markaðinum í dag, 3stk í famelíuni, þar af einn 2006 station DSG og hekla er til í að taka hann uppí á mjög álíka pening og hann var keyptur á nýr.
þeir hringdu nú meirasegja að fyrrabragði til að athuga hvort það væri ekki áhugi á að fara endurnýja og setja gamla uppí


varðandi E46 þá er það bíllinn sem ég tæki. en ólíkt flestum hérna þá myndi ég taka 318 bensín fram yfir 320d.
nú verða eflaust margir hissa, enda 320d einhver mesta bang per/liter í boði
hinsvegar verð ég bara að segja, eftir að hafa haft flr en eitt svona eintak til afnota og keyrt og notað svona bíla mörg þúsund km að þegar allt er tekið til, þá finnst mér þeir bara allt annað en ódýrir í rekstri,
þeir eyða jú littlu, en maður er búinn að sjá nánast óásættanlega mikið túrbínuveseni sem getur verið mjög kostnaðarsamt, einnig getur verið mjög dýrt að lenda í spíssa skiptum og viðgerðum tengdum common railinu. einn félagi minn fékk einhevrn plastcone úr intakinu inn á mótorinn sem endaði ekki vel.

meðan þeir 4cyl bensín E46 bílar sem ég hef verið innan um hafa verð nánast alveg til friðs, en
hef þó heyrt af einhverju veseni með tímakeðjuna/reimina

það skal þó tekið fram að flestir 320d bílarnir eru hressilega keyrðir, og ég taldi nú viðhaldið nú oftast beintengt þeirri staðreynd.
hinsvegar var ég að versla bíl fyrir annan aðila fyrir nokkrum dögum og ætlaði að hoppa hæð mína af kæti þegar ég fann 2005 árg af 320d ekinn tæplega 100þús með pottþéttri þjónustusögu, þegar ég fékk að prufa varð ég strax varir við olíulykt og sá það míglak olíu undan honum, þegar ég opnaði húddið sá ég að hann var að blása olíu út um samskeytin á intercooler pípunum.

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Sep 2011 17:13 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 09. Oct 2009 13:41
Posts: 1145
íbbi_ wrote:
einn félagi minn fékk einhevrn plastcone úr intakinu inn á mótorinn sem endaði ekki vel.

Þetta er nú bara þekktasti galli ever, sem lítið mál er að fixa. Óheppinn félagi þinn að kynna sér ekki bílinn nógu vel, því að það fyrsta sem maður á að gera er að vippa þessum manifolds úr vélinni og þá er allt í gúddí og ekkert vesen.

Annars hefur ekkert vesen verið á mínum 330d. Ég meina jújú túrbínan fer kannski einhverntíman, en ég passa mig rosalega vel að leyfa henni að kæla sig í smá tíma áður en ég drep á bílnum. S.s. keyra síðasta spölinn rólega -- og mig grunar að það hafi mikið að segja með endinguna.

Svo er líka bensínverð orðið það öfgakennt að maður getur eiginlega farið að borga upp hugsanleg túrbínuskipti bara með eyðslumuninum. Minn er í einhverjum 7.5 innan og rétt undir 5 utanbæjar síðast þegar ég gáði, og mér finnst það bara nokkuð ágætt fyrir automatic E46 sem er "200 og eitthvað" (Mr. X giskaði 230) hestöfl og tog sem nær útí rassgat.

_________________
335i e92 (JB4, downpipes og margt fleira gúdderí.)
330d e46 (Mr. X!)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Sep 2011 17:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
það að fjarlægja hlut úr inntaki bílsins er bara ekki eitthvað sem meðal bíleigandinn er að standa í. frekar en að vita af honum til að byrja með. þótt áhugamenn og fagmenn viti af þessu.

túrbínu"gallinn" er jú mjög þekktur, aftur á meðal áhugamanna og fagmanna, en það er ekkert ódýrari fyrir meðaljónin að láta laga þetta þrátt fyrir það,

varðandi eyðslumunin, jú þá er hann til staðar, en 316/318 eru engir hákar, og auðveldlega hægt að halda þeim undir 10l innanbæjar.

annars er ég ekki að hrauna yfir diesel bílana, er mjög hrifinn af þeim, en mér finnst alveg í lagi að þetta komi fram líka.

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 40 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 4 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group