Ég skoðaði þetta fram og til baka í fyrr sumar þegar löggan stoppaði mig út af ljósum filmum í framrúðum - niðurstaðan var sú að þetta er ólöglegt þó svo að maður væri með litaðar rúður.
Kemur allt fram hér:
http://us.is/Apps/WebObjects/US.woa/swd ... 2-2004.pdfÞað sem kemur í veg fyrir að litaðar rúður sleppi er eftirfarandi: "Ljósgegnumstreymi framrúðu og fremstu hliðarrúða skal innan eðlilegs sjónsviðs vera a.m.k.70%."
Ljósustu filmurnar sem er verið að setja í eru 50% og filman er dekkri eftir því sem talan lækkar (hægt að fá þetta niður í 5-7% sem er þá "limousine" sem sést ekkert inn um). Þannig þú gætir í besta falli fengið rúðu sem er 70% en það myndi líklega ekki varla sjást að hún væri lituð. Venjuleg bílrúða í nýlegum bíl er nú þegar aðeins skyggð þannig þú værir kannski að fara úr 85% í 70% - varla þess virði nema með afar litlum tilkostnaði.