jæja,
ég var að spá í að henda inn nokkrum myndum af því sem ég hef verið að bauka síðustu mánuðina.
þetta byrjaði nú bara með því að ég var að ryksuga bílinn rétt fyrir páska og þá tók ég eftir því að teppið afturí var á floti.
þannig að ég ákvað að nota páskana í að skoða botninn og laga það sem var að.
síðan vatt þetta heldur betur upp á sig og endar með því að ég ryðhreinsa allan bílinn og heilmála i öðrum lit, ( ekki það sniðugasta þegar maður er að byrja í háskóla )
ég sjálfur hef aldrei komið nálægt ryðbótum eða málningarvinnu þannig að þetta er búið að vera gríðarlegur skóli fyrir mig og virkilega gaman en að sama skapi erfitt.
þannig að allar tilsagnir og komment eru vel þegin.



Þetta blasti við þegar framrúðan var komin úr.


Það var lítið annað að gera en að skera stykkið úr og fá nýtt hjá bogl, hér er síðan búið að grunna og tektíla allt undir

hér er það síðan komið í og verið að máta bretti


botninn fyrir rafgeyminn var allveg horfinn og þurfti að að smíða nýjann

bæði innra og ytra byrðið í botninum allveg horfið, svo það þurfti að smíða nýtt "box" báðum megin

búið að sjóða í göt á samskeytum við innrabretti í skotti og góð kittissleykja yfir


allt klárt fyrir sprautun

Fyrsta umferð


Elska þennan lit !



Glæran komin á




stefnan er að klára að setja hann saman og gera gangfæran með nýjum bensín og bremsulögnum fyrir septemberlok
síðan er búið að fjárfesta í 3,73 lsd, 325 rear-subframe með poly í öllu, nýrri kúplingu og ýmsum öðrum góðum hlutum og er stefnan að möndla það saman í vetur
en jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í bili
kv. Styrmir