Thrullerinn wrote:
gardara wrote:
Thrullerinn wrote:
Er einhver hérna sem hefur selt hluti á ebay? T.d. felgur?
Já, ég.
En þó reyndar ekki felgur.
Segjum að þú seljir fyrir 1000 dollara, hversu mörg prósent af því endar í vasanum þínum?
ebay fee?
paypal fee?
gjaldmiðlamismunur?
hvernig nær maður þessu í krónur?
Ebay fee er mjög mismunandi, fer allt eftir því hvað þú ert að auglýsa lengi og hvernig auglýsingin er uppsett (fjöldi mynda, hvort auglýsingin birtist efst í leitarniðurstöðum). Svo skiptir það einnig máli hvort þú sért að halda uppboð eða "buy it now"
Nánar hér:
http://pages.ebay.com/help/sell/fees.htmlPaypal fee eru einnig mismunandi, minnir að þau séu að meðaltali 4%
Með paypal er hægt að velja hvort seljandi eða kaupandi tekur þessi 4% á sig, minnir þó að á ebay sé það alltaf seljandinn sem tekur gjöldin á sig.
Paypal býður ekki upp á að reikna yfir í íslenskar krónur... En ég reiknaði úr eur í usd
paypal gengi: 1 EUR = 1.38415 USD
almennt gengi í dag: 1 EUR = 1.4199 USD
Paypal bjóða ekki upp á millifærslu út af paypal reikningnum og yfir á bankareikning á íslandi, en ég hef heyrt af einhverjum sem hafa náð að leysa peninginn út með því að fá hann færðan yfir á kredit kortið sitt. Hef þó ekki gert það sjálfur þar sem ég versla það mikið með paypal.
Þetta eru engin gríðar há gjöld en maður verður að taka tillit til alls þessa þegar maður verðleggur vörur þarna.
_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.
██ 1994 BMW E36 332i sedan
██ 1991 Chevrolet Camaro Z28
██ 1982 Toyota Carina A60
██ 2005 Ford Fiesta ST
Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið
