Sumarið 2011 er á enda hjá
PA-360 !
Hér er smá samantekt frá sumrinu:
Sumarið byrjaði á því að ég dróg hann úr skúrnum og heim, skrúfaði BBS RS-inn undir og fékk í hann GLÆ-NÝ Hella Dark framljós og smókuð stefnuljós.

LÆKKUN var næst á dagskrá, og fór hún undir stuttu seinna:

Bónað og út að taka myndir:



SVO var skellt sér á Bíladaga 2011, byrjað á sýningunni eins og að vanda:


MJEEHEHEHEHEHE

Svo rúllaði maður útaf sýningunni og beint á spyrnuna, spyrnt við Sela Jay <3 :




Svo síðast en ekki síst tók maður þátt í Driftinu, þó svo sú keppni hagi ekki verið upp á marga fiska:




Skítsæmó Bíladagar, samt þeir slökustu sem ég hef farið á hingað til.
Nokkrar driftkeppnir og æfingar voru teknar....
Skrapp einnig á Írska daga á Akranesi og tók þátt ásamt Jens og fl í Auto-X þar í bæ





Fyrir glögga þá mátti búast við eins og sést á neðstu myndinni að ég fékk í magann þegar ég sá brautina, á þessum rimmum með STEYPUKANTA sem afmörkuðu brautina haha
Svo kom upp leiðinlegasti partur sumarsins, ein miðjan í RS gaf sig í kringum felguboltagötin og við nánari athugun var búið að renna innan úr miðjunni aftan frá til að breyta offsetti:


En nú er búið að verzla nýjar miðjur báðum megin að framan í felgurnar og eiga þær að koma til landsins innan skamms !
Síðustu helgi reif ég svo M20 relluna upp úr, seldi og kom bílnum fyrir í geymslu hjá Begga í Mosfellsdalnum.
Þakka Hemma tæknistjóra BMW á Íslandi fyrir þá aðstoð og uppl sem hann veitti við mótorúrtökuna.
Hér er svo síðasta myndin sem ég tek af honum, inni í IH uppi á lyftu.

Læt svo nokkrar myndir flakka í endann:









Búið að vera fínasta sumar, þakka kærlega fyrir mig Kraftsmenn og sjáumst á Árshátíðinni hress og kát !
Tinni