Fór áðann til að mála blokkina og mæla aðeins.
Ég mældi 0.01mm mismun á nýju B32 blokkinni boruð út fyrir nýju stimplanna og gömlu blokkinni sem átti að vera standard og virka með 86mm bore.
Þetta hefði átt að gefa til kynna þá 0.5mm mismun á stimplunum, enn það mældist 0.1mm mismunur nýju í hag.
Þeir mældust 86.5mm og gömlu 86.4mm
Gamla blokkin hefur klárlega verið boruð einhvern tímann. Og mér þætti skrýtið ef þessi 86.4mm stimplar hefðu átt að geta fittað í stock blokk. Mig grunar stórlega að þegar ég skoða hringina sem eru í lagi í gömlu blokkinni að gappið verði of mikið.
Enda reykti og blés vélin frekar mikið.
Gappið frá top á stimpli í heddið mældist 1.25mm , þ.e stimplarnir standa 0.5mm uppúr blokkinni, sem svo með 1.75mm pakkningu gefur 1.25mm total hæð. Þetta er í því sviði sem mér var tjáð að hækkar líkurnar á knocki akkúrat á milli hedds og þeim part stimpilsins sem er í þessu sviði.
Sviðið er 0.75mm-3mm.
Nýja blokkin var rennd aðeins þannig að ég á von á að nýju stimplarnir séu nær.
Þeir virðast einnig vera alveg töluvert sverari enn gömlu. Ég vona bara að þeir séu ekki US S50B30 stimplar.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson