SteiniDJ wrote:
bimmer wrote:
Ef einhver hefur rekist á Hamann replica CF front lip, mögulega í tætlum á Krísuvíkurveginum,
má sá sami láta mig vita.
Nau nauh, nú fer ég að leita!! Hvað gerðist annars?
Þegar ég og Björgvin vorum að aflmæla bílinn fyrir helgi út á Krísuvíkurvegi þá tókum
við eitt rönn í lokin 2-5 gír. Keyrðum semsagt í 5. gír yfir ójöfnuna sem er beint fyrir framan
brautina á veginum. Heyrðum háan hvell og mér datt strax í hug að hlífin undir bílnum
hafi losnað. Stoppa og kíki undir bílinn - jú jú, plasthlífin lafði niður.
Í gær þegar ég fór að laga plasthlífina undir bílnum sá ég að þetta var allt eitthvað meira
krambúleruð en venjulega þegar hún losnar. Bolti sem heldur henni var horfinn ásamt
smá skrámum hér og þar. Svo þegar ég renni mér undan bílnum fatta ég þetta loksins,
Hr. Hamann splitter var horfinn
Þannig að ég held að þegar við fórum á fullu yfir ójöfnuna hefur helvítið losnað og við keyrt
yfir hann

Megum þakka fyrir að skrúfurnar fóru ekki í dekkin - hefði verið gæfulegt
á þessari siglingu.
Hér er mynd frá Emil tekin rétt eftir að við komum inn á svæðið eftir rönnið, splitterinn horfinn:

Þarf því að ná mér í nýjan við tækifæri, þetta var replica sem var reyndar búið að tjasla
saman eftir tjón. Ætli maður verði ekki að ná í þetta út við tækifæri - allt of dýrt að láta
senda svona.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...