Eitt sumar, 6.000 km og frábærar topp og topplausar stundir að baki en núna er kominn tími á vetrardvalann.
Fáránlegt hvað ekkert þak á bíl getur veitt manni mikla skemmtun. Verst að stelpur virðast ekki hafa alveg jafn gaman að enda ruglar vindurinn hárgreiðslunni auðveldlega.
Sjálfur var ég frekar latur við að taka myndir af bílnum (farþegarnir voru duglegri við það) en hér eru þó nokkrar myndir.



Ég ætlaði mér nú að vera duglegri við að spreða í útlitsbreytingar en alltaf fór peningurinn í eitthvað annað.
Rendurnar og spoilerinn eru ekki enn kominn á en megin ástæðan fyrir því að ég vil ekki líma þetta á fyrr en ég er orðinn sáttur með lakkið. Þessir límmiðar eru bara dýrir og það kostaði mig mikið bras að finna þá án þess að þurfa að selja annað nýrað.
Þegar ég er orðinn sáttur lakkið (eftir sprautun) þá verða herlegheitin sett á.
Er meira að segja kominn með original "B3 3.0" og "Alpina" merki til að setja á skottið. Allt Alpina útlitið er því til upp í hillu hjá mér.
Þrátt fyrir að útlitið sé að mestu óbreytt þá hef ég aðeins pælt í smáatriðunum.
Hef sett á hann ný þokuljós, afturljós, blæjuglugga, almennt viðhald og ýmislegt fleira smálegt.
Svo tók stýrismaskínan upp á því klikka svo henni var skipt út og núna loksins er bíllinn kominn í samt lag.
Það er þótt eitt og annað sem þarf að græja í vetur en það sem liggur mest á er eftirfarandi...
-Nýr blæjumótor. Ef einhver veit hvar hægt er að finna svona á góðu verði þá má sá hinn sami endilega láta mig vita (búinn að athuga koed.dk).
-Nýr rúðupissmótor. Þessi sem er í núna lekur svo rúðupissið er alltaf í lágmarki og þar af leiðandi fá ég alltaf villu á "check control". Það þykir mér frekar böggandi svo ef einhver á svona upp í hillu þá er ég líklegur kaupandi.
-Móðuhreinsa framljósin. Þau eru farin að safna inn á sig raka sem er jú mjög ljótt.
Ef ég verð í miklu stuði, þá verður farið sprautun.
Nú er það bara reiðhjól næsta hálfa árið eða svo.
