Það hefur nú ekki mikið gerst í þessum bíl sökum annarra bíla hjá mér.
Í fyrra áður en ég lagði bílnum þá hafði ég nýlega skipt um master kúplingsþrælinn og keypti ég þræl þá frá FTE.
Í tvígang þá slitnaði alltaf hringurinn af sem boltast við pedalann. Ég grunaði nú bara galla í fyrra skiptið og fékk annan sendan.
En það var sama sagan, svo annað hvort var þetta bara drasl vara eða ég var að gera eitthvað vitlaust.
En síðan þá er bíllinn bara búinn að bíða út af öðrum fyrirliggjandi verkefnum hjá mér (e28 533ia, e32 x 5 og nú nýjast e23).
Fyrr á þessu ári hafði ég keypt báða þrælana nýja og nú frá öðrum seljanda.
Ásamt þeim keypti ég báðar lagnirnar nýjar fyrir þrælana. S.s. hörðu bremsulögnina og gúmmí/járnlögnina sem fer á neðri þrælinn.
Sést hérna, allt nema nýja bremsulögnin og nýja spennan á milli hörðu og gúmmí lagnarinnar,,,,
Master þrællinn var núna frá FEBI, slave þrællinn frá PAX (autohaus AZ) og slangan original.

Ég skipti svo um þetta alltsaman í gærkvöldi og allt farið að virka á ný.
Núna er bara að nota tímann í vetur við að dunda sér að gera þennan tilbúinn fyrir heilmálun + boddýkit
