Zed III wrote:
íbbi_ wrote:
það verður aldrei friður um kvótakerfið í núverandi mynd. hef ekki kynnt mér það nýja en þykjist vita að þar er einhver vitleysa á ferð
aðförin að mörgum bæjarfélögum úti á landi var ekkert annað en svívirðileg, þótt að mörgum malarbúanum finnist það ekkert merkilegt og aðrir bæjir en sá sem þeir búa í sjálfir hafi engan rétt á sér, það er gífurlega mikið af fólki sem var gert að föngum í eignum sínum á miklu grófari hátt en hefur verið í gangi hérna í bænum undanfarin ár
ætla nú ekki að spila mig sérfræðing en fólksflóttinn úr sveitunum í bæinn hefur varað mun lengur en kvótakerfið. Held það sé ekki vænlegt til árangurs að láta einhverja útvalda handstýra þessu og að menn þurfi að vera í rétta flokknum eða þekkja réttan mann til að fá kvóta.
nei ég ætla nú ekki að spila mig sem slíkan heldur

en ég engu síður kem frá ísafirði og vann þar bæði á sjó og í fiskvinnslu í landi og man þá tíð þegar þessir bæjir möluðu gull, en það var nú að hluta til vegna gífurlegrar offveiði,
en mér finnst engu síður að þessir bæjir eigi að geta verið sjálfbærir, ef ég tek t.d ísafjörð sem dæmi þá er sorglegt að horfa upp á það sem var 5þusund manna bær í fjöruni á einu besta veiðisvæði í heimi, fullbúinn frystihúsum, bátum, þjónustufyrirtækjum.þekkingu og reynslu breytast í draugabæ þar sem fólk er fast jafnvel atvinnulaust með verðlausa fasteign sem það kemst ekki út úr nema með gjaldþroti,
þetta voru 3ju kynslóðar erfingjar sem seldu allt á stundini sem feður þeirrar og afar höfðu bygt upp á næstum heilli öld og komu sér svo sjálfir úr bænum og fá tug ef ekki hundruðir milljóna í vasan í formi gjafarkvóta sem var upprunalega úthlutað til feðra/afa þeirra en telst þeirra v/ erfðarrétts
þetta er bara ekki réttlátt. og gífurlegur fjöldi fólks sem hefur orðið fyrir miklum hrakföllum út af þessu og er sárt og reitt, og finnst það svikið. og svo bætir ekki að núverandi kerfi hefur augljósalega haft margar gloppur og búið að þverkeyra allt í skuldir og veðin svo í eigu útlendinga.