jonthor wrote:
við erum svo svakalega ósammála að ég verð að kommenta

Úff, það eru svo erfiðir svona "quote" þræðir ... tekur endalausan tíma að gera þetta. Þú hefur vandað þig helling að gera þetta. Best að reyna líka, það er svo gaman að vera ósammála

jonthor wrote:
Lykilatriðið hér er að við erum að ræða breytingu frá eigin stjór, yfir í stjórn annarra yfir okkur. Þú snýrð þessu við. Þarf ekki að rökstyðja að kerfið sem við erum að fara inn í sé betra en það sem við höfum í dag? Myndi einmitt vilja snúa öllu við sem þú sagðir, því það er rétt á þann háttinn. Er þetta allt svona miklu betra í EU að það sé þessi virði að breyta? Þeir sem hafa búið erlendis eru því yfirleitt ósammála.
Það er einmitt þarna sem misskilningurinn er, það er enginn að fara að stjórna okkur. Þetta snýst um að skapa ákveðnar leikreglur sem allir fara eftir svo allir sitji við sama borð. EU er ekki að fara að koma að segja okkur að gera hitt og þetta, EU stjórnar ekki aðildarlöndunum. Við höfum ennþá okkar sjálfstæði og okkar stjórn ef að aðild verður.
Þarf ég að rökstyðja hvað væri betra við að hafa sterkan gjaldmiðil í stað krónunnar? Af hverju það væri betra að hafa lög sem koma í veg fyrir að það sé hægt að breyta viðskiptaumhverfi fyrirtækja einn tveir og þrír? Eða af hverju það væri betra að hafa umhverfi þar sem verðtrygging er ekki við lýði. Nú ætla ég að minna ykkur á það, að það eina sem hækkar ekki sjálfkrafa á Íslandi og hefur ekki gert undanfarin ár eru launin okkar. Hafið þið kannski tekið eftir því?
Gerið þið ykkur grein fyrir því að lánin okkar hér á Íslandi hækka í krónutölu við hverja afborgun (vegna verðbólgunnar)
á meðan launin okkar standa í stað eða lækka (vegna aukins atvinnuleysis og versnandi efnahags). Í Evrópu þá eru húsnæðislán gjarnan veitt til 20 ára. Við fyrstu innborgun þá lækkar höfuðstóllinn um upphæðina sem þú borgaðir inn á hana (þú borgar vexti líka í ofanálag) og þannig er það við hverja einustu greiðslu. Höfuðstóllinn hækkar ALDREI. Eftir 20 ár átt þú húsnæðið þitt!
Af hverju er það þá rétt að vilja ekki fara í eitthvað sem maður telur bæta hag sinn? Það má vel vera að það væri ennþá betra að gera eins og þú segir og segja: Gerum Ísland að enn betra landi en umhverið í EU. EN, ÞAÐ ER EKKI AÐ FARA AÐ GERAST. Það er það sem ég er að benda á er, að leiðin hefur bara legið niðurávið. Auðvitað væri það best eins og ég sagði, að gera allt betur hér á Íslandi með rétta manninum (fólkinu). En málið er bara að það er ekki að fara að gerast. Sjáið þið hvaða fólk ætlar að redda okkur og gera allt svona frábært á Íslandi? Það er búið að reyna, það er alltaf verið að reyna en þetta blessaða fólk sem velst í stjórnmál og áhrifastöður á Íslandi er einfaldlega ekki starfi sínu vaxið. Við erum svo fá að allt okkar besta fólk fer í einkageirann og við sitjum uppi með stjórnmálamenn sem eru ekki nægilega menntaðir og standa í framapoti sinna endalaust. Það er nýbúið að hreinsa allt til og setja nýtt fólk við stjórnvölinn. Hvernig fór það? Hvað eigum við að bíða lengi eftir rétta fólkinu til að bjarga okkur?
Áttið ykkur á því, að við á Íslandi erum alveg að detta inn í martröð hringavitleysu. Ég er að verða hræddur um lífeyrissparnað minn. Nú er ávöxtunarkrafa lífeyrisjóðanna þannig að hún er að kyrkja fjármögnun atvinnulífsins. Það er ekki hægt að lækka vexti á landinu og enginn tekur lán. Lífeyrissjóðirnir hafa verið að auka hlutdeild sína í Íslenskum krónum, verðtryggð Ríkisskuldabréf er það eina sem er í boði. Lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis og það endar með að meirihluti eigna þeirra verður í Íslenskum krónum. Eins og komið hefur fram hér er helsta von stjórnarinnar að lífeyrissjóðirnir kaupi verðlausu aflandskrónurnar okkar til að bjarga genginu. Ef þetta er ekki að pissa í skóinn sinn þá veit ég ekki hvað.
Ef við missum lífeyrinn okkar niður, hvar erum við þá stödd? Hvað hefur þá verðtryggingin gert fyrir okkur í heildina? Ég skal segja ykkur það, hún hefur passað að við eignumst ekki húsin okkar, að við stöndum uppi eignarlaus og þurfum að byrja upp á nýtt að safna fyrir ellina, ef við höfum þá tíma í það. Það er það eina sem gerist ef þessi hringavitleysa endar ekki og krónan fellur endanlega?
jonthor wrote:
Bíddu ég hélt að það væri landráð að leyfa einhverjum öðrum en ríkinu að fjárfesta í orku? Að minnsta kosti virðist umræðan vera á þann veg í dag að ríkið sé eini aðilinn sem kann að fara "rétt" með þessa auðlind, enda með frábært track-reckord

Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að leyfa útlendingum sem íslendingum að koma að nýtingu orkunnar með þeim hætti að eignarhald á auðlindinni haldist alltaf hjá ríkinu. En þetta er mjög pólitískt. Það að skipta um gjaldmiðil verður engin töfralausn í þessu frekar en öðru og myndi ég segja langt frá því að vera stóra málið varðandi erlenda fjárfestingu í geiranum, jafnvel þegar pólitíkin er tekin til hliðar.
Þarna hefur þú eitthvað misskilið mig. Ég var ekkert að tala um að útlendingar eignuðust orkuna okkar. Ég var að tala um að þeir keyptu hana af okkur. Það er t.d. enginn að tala um að álver séu að eignast orkulindirnar. Ég er alfarið á móti því að selja orkulindir okkar, alveg eins og kvótann. VIÐ eigum að eiga þetta og þetta á að vera eins og olían hjá Norðmönnum. Þetta á að vera gullhænan okkar, borga skólana og sjúkrahúsin okkar.
jonthor wrote:
Þessari gulrót er alltaf haldið fyrir framan fólk, en hún á ekki við rök að styðjast. Hagfræðilega er það eina sem skiptir máli við fjármögnun er að undirliggjandi áhætta sé rétt metin. Fasteignabólan í heiminum fór framúr öllu valdi einmitt vegna þess að fólk á Spáni, Grikklandi ect. fékk lán á sömu kjörum og rétt var í stöðunni fyrir Þýskaland. Þetta mun breytast stórkostlega og ekkert unnið með því að halda að í þessu sé einhver free-lunch.
Hvernig getur þú sagt að það sem ég segi eigi ekki við rök að styðjast? Þá verður þú að rökstyðja fyrir mér að eftirfarandi sé rangt:
Fólk A er með verðtryggð lán, en hefur ekki verðtryggð laun, á svæði sem verðbólga nálgast 2ja stafa tölu eða fer yfir hana á tíma (Ísland).
Fólk B er með óverðtryggð lán og laun (EU).
Ég fæ það út að eignarmyndun hjá einstaklingnum (þér og mér) sé alltaf jákvæð hjá fólki B. Fólk A lendir í miklu minni eignarmyndun og jafnvel neikvæðri, því að skuldir þeirra hækka þrátt fyrir afborganir (miðað við verðbólguna sem ég gaf að ofan).
jonthor wrote:
Þetta verður aldrei svona. Þau lönd sem eru innan EU halda enn mörg í gríðarlega tolla.
Þú segir það. Það má vera, ég þekki ekki þessi mál til hlýtar. En hefur þú eitthvað til að rökstyðja það að ríki megi TOLLA aftur vöru sem hefur verið tolluð áður í öðru EU landi? Ég veit að það er hægt að setja gjöld á vöru, en það er vandkvæðum háð og ekki frjálst að öllu leyti. Hvernig er t.d. með Svía sem kaupir bíl í Þýskalandi og keyrir hann heim?
jonthor wrote:
Afskaplega ósammála, ef eitthvað er fasti í þessu lífi þá er það að pólitík snýst um hagsmuni sem því miður eru alltaf mismunandi eftir fulltrúum. Hagsmunir okkar verða ekki varðir innan EU, heldur einmitt eins og þú segir, við skiptum engu máli. Hagsmunir stóru þjóðanna munu alltaf ganga fyrir, enda hefur sagan sannað það nú þegar innan EU.
Þarna segi ég aftur, innganga í EU er ekki afsal á völdum okkar og stjórn. Þetta snýst um sameiginlegar leikreglur, svo ráðum við sjálf hvernig við högum okkur innan þessa umhverfis. Það er ekki þannig að EU sé að mergsjúga ný aðildarlönd til að græða sjálf. Haldið þið þá ekki að öll EU löndin myndu bara setja reglur til að ná til sín hagvextinum í Þýskalandi? Standa bara öll upp og taka stjórnina í Þýskalandi. Þetta er ekki plott til að gabba allar eigur okkar til annarra landa.
jonthor wrote:
Að sama skapi skil ég illa þá útlendingadýrkun sem virðist aftur hlaupin í okkur. Að útlendingar geti gert allt betur en við á öllum sviðum. Í mínum huga skiptir miklu frekar málið hvert straumurinn er að taka okkur en hvort við erum að róa á móti eða með. Í tilviki EU er því miður verið að fara í kolranga átt með samþjöppun á valdi til aðila sem enginn kaus, gjaldmiðil sem gengur ekki upp hagfræðilega og hagsmunapólitík sem hyllir fyrst og fremst undir stóru ríkin. Ég vil róa á móti straumnum.
Er það einhver útlendingadýrkun að vilja vera hluti af stærra samfélagi? Er eitthvað skrýtið að vilja vera einn af hópnum í skólanum, að vera ekki einn úti í horni þegar hinir eru að spila Kana í frímínútunum. Af hverju ekki að vera með?
Af hverju segir þú að EU sé að færa vald til aðila sem enginn kaus? Ég skil ekki þá tilvísun, í hvað er hún? Ég skil þetta með gjaldmiðilinn, hann á í krísu. Ég skal alveg viðurkenna það að Evran á í vandamálum, gæti jafnvel fallið hvað veit maður. En ég get lofað ykkur að aðildarríkin munu ekki fara hvert í sitt horn aftur með sinn gjaldmiðil. Það verður fundin lausn á þessu. Hvað meinar þú svo með að pólitíkin hylli fyrst og fremst undir stóru ríkin, hvar eru rökin fyrir því? Ég veit ekki betur en að mörg af stærstu löndunum kvarti sárast.
jonthor wrote:
Málið snýst einmitt um framsal á sjálfstæði, enda þurfum við að breyta stjórnarskrá Íslands ef við ætlum að ganga í EU. Við getum vel verið hluti af Evrópskri menningu og hagkerfi án þess að taka upp ókosti þessara ríkja í leiðinni.
Ég hélt að við ætluðum einmitt að breyta stjórnarskránni af því að hún er ekki í takt við nútíman. Að við hefðum kosið (enn eitt fíaskóið) fólk sem á að fara í að breyta henni. Er eitthvað slæmt við að breyta stjórnarskránni? Eigum við ekki einmitt að breyta henni þannig að hún sé sem best fyrir þegna landsins og þjóni sjálfstæði okkar sem best?
Að lokum segi ég til að forðast misskilning. Ég er ekki að rífast, ég er að rökræða á jákvæðum nótum með opnum huga frá mínum bæjardyrum. Fagna mismunandi skoðunum og ég glaður ofan í mig vitleysur mínar og þröngsýni þegar það á við
