bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 12:56

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Alþrif á bíl
PostPosted: Tue 13. Apr 2004 19:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Það má vel vera að það sé búið að gera svona póst áður... En here goes :)

Það sem mig langaði að vita er hvort að þið sem hafið reynsluna og vitsmunagáfurnar væruð til í að skrifa smá HOWTO hvernig á að þrífa bíl? Þá meina ég alþrif.. og það ítarlegar lýsingar.

td.

Hvernig á að þrífa bílinn / kúst ? / svamp / (hvaða sápu og allann pakkann)
-
Hvernig er best að bóna bíl (hvaða bón og hvernig hreyfingar og svo fram vegis)
-
Hvernig er best að þrífa felgur
-
Hvernig er best að þrífa sæti (tau og leður)
-
Hvernig er best að þrífa vélina almennilega ( hvaða efni og tæki er best að nota o.s.v)
-
Hvernig tjöruhreinsi er best að nota og svona..
-
Hvað er best til að þrífa glugga ?

Ég ætla ekki að gera neinar spurningar varðandi þetta, bara ef eitthverjir myndi nenna að taka sig til og skrifa "almennilegar" leiðibeiningar varðandi hvernig er best að taka bílinn sinn í gott alþrif, og þá meina ég þrif sem fara sem best með bílinn..
Kannski eitthverjir ættu eitthverjar fyrir og eftir myndir af ýmsum hlutum og svona ? :)

Endilega commentið þetta.. getur vel verið að þessi þráður gleymist eins og margir aðrir í flóðinu..

kv, Gunnar.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 13. Apr 2004 20:37 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég ætla bara að kommenta á tjöruhreinsi. Ég hef prófað allar gerðir og mín niðurstaða er sú að Maxi EXTRA sé lang bestur. Ég er búin að nota hann trekk í trekk og fer yfir með háþrýstitæki á eftir og það fer ALLT af...

Sámur 2000, Undri og allt þetta dót virkar ekki baun í samanburði.

ok, ég ætla að kommenta á fleiri efni.

Autoglym bón hefur reynst mér MJÖG vel.

Sonax felguhreinsir og króm hreinsir sömuleiðis.

BMW leðurhreinsir og áburður.

Og STP Son of a Gun nota ég oftast á listana....

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 13. Apr 2004 20:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Ég hætti fyrir nokkru að nota tjöruhreinsi og nota í staðinn alkalísápu frá Sjöfn sem heitir Brútus. Fínt að þinna hana c.a. 1:10 og hafa á litlum úðabrúsum, það hefur reynst mér mjög vel.

Hvað varðar vélarþvott þá byrja ég að setja plast yfir hluti sem mega helst ekki blotna eins og vélartölvuna og opin tengi. Síðan úða ég Brútus yfir allt og læt það liggja í nokkrar mín en nudda yfir ef það eru einhverstaðar slæmir blettir. Svo er bara að skola þetta með vatni og leyfa að þorna. Að lokum þegar þetta er orðið meira og minna þurrt þá er bara að bera á plastið (má einnig úða bara dekkjaglans yfir alltsaman) og bóna í fölsin.

Sjálfur nota ég Pyrmo Hardwax frá Fálkanum á veturna því það er það allra besta bón sem hef komist í til að nota á tjöru og endist alveg von og viti. Á sumrin hef ég svo verið að nota Meguaris Gold Class en er að spá í að skipta því út fyrir AutoGlym Super Resin Polish vegna þæginda.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 13. Apr 2004 21:05 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Jan 2004 11:37
Posts: 721
Mér finnst undri virka lang best, og rosaflottur gljái sem kemur af honum , sem er ekkert verra þegar á að bóna ;) Þá þykir MÉR enn
dýpri gljáinn..

_________________
There's rear wheel drive, and there's wrong wheel drive......
SheDevil
Chevy Suburban 1981 í skúrnum
Chevy Suburban 1982 hættur í löggunni
E32 750il 1991 farinn
E32 750il 1990 seldur
E32 750il 1994 stolið
E23 735i 1984 pressaður


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 13. Apr 2004 21:57 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Jun 2003 12:33
Posts: 965
bara alls ekki nota kúst ,bara úða maxi með sápu á bílinn og leifa því að liggja í smá og skola með háþrístidælu og svo nota svamp með sápu og strjúka bílinn ekki nudda :) lang best að leifa efnunum að vinna heldur enn að nudda annars rispar maður bara lakkið :(

_________________
BMW 325XI E46 '02
BMW X5 E53 '02


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 13. Apr 2004 22:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ég hef átt 3 svarta bíla í röð og er því orðinn ansi vanur því að þrífa bíla... mitt ráð á dökka/sanseraða bíla er að nota eingöngu glært bón t.d sonax og bera það á bílin eins og lakkinu er sprautað á hann. ekki nudda í hringi, það sést stundum á lakkinu í mikilli sól/birtu, ég nota aldrei sama svampin á lakkið og felgurnar, aldrei hvítt bón á dökka bíla það gerir hvíta punkta í allar rispur og gerir kústaförin sýnilegri og stundum eru bílar með alla svarta lista ljósa útaf bóni sem er fast á þeim.

á vélina og felgur/ krómhluti nota ég eitthvað sonax efni held að þetta sé einhver sýra maður sprautar þessu á og bíður í 15sec, bullar alveg í efninu á meðan og svo mikil pest að ég er að spá í að fá mér gasgrímu 8) en síðan skolar maður með vatni og þá kemur hluturinn alveg tandurhreynn undan.. nudda bara vel með bursta og kannski endurtaka nokkrum sinnum,

þegar ég þríf bílin þá byrja ég á að rennbleyta hann uppúr tjöruhreynsi og nudda síðan með svampi bleytu jafnvel svampin til að nudda ekki drulluni of mikið síðan endur tek ég þetta jafnvel. síðan þríf ég bílin uppúr sápu og háþrýstiþvæ síðan vel og vandlega, síðan er það bara froða á dekkin bón á bílin og glansdót á rúðurnar og bíllin er flottur, svart kannski á gúmmi og leather cream á sætin ef maðurer með leður..

jájá ég er geðveikur :roll: 8)

maximan.. hún var ALLTAF nýbónuð og eins og ný..
Image

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 13. Apr 2004 22:54 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Ég byrja alltaf á að háþrýstiþvo bílinn til að losna við það lausasta af. Ef bílinn er mjög óhreinn, þá sprauta ég yfir hann með tjöruhreinsi.
Síðan sprauta ég sápu yfir hann með háþrýstidælunni og nudda með svampi og volgu vatni, geri þetta oft tvisvar. Síðan nota ég auto glym sköfu dæmi til að þurka hann og vaskaskinn líka.
Ég er núna byrjaður að nota Auto glym Super Resin Polish bónið. Byrja á að setja það á með litlum hringlaga hreyfingum og svo eins og lakkinu var sprautað á, eins og kallin í kynningunni sagði ;) Síðan á rúðurnar hef ég notað Rain-x en er líka búinn að prófa auto glym glass gaurinn og hann er ekki verri. Á svörtu listana nota ég Auto glym bumber care.
Ég felgunrarn nota ég oftast tjöruhreinsinn, vantar sér felgusápu. Á þær nota ég sér svamp og tannbursta ;) :lol: síðan er það bara að taka þær undan og nudda og nudda og nudda og nudda :D
Síðan er ég með tyre dressing sem ég man ekki frá hvaða fyrirtæki er, eithvað spray on dæmi.
Vélina hef ég oftast háþrýstiþvegið, en er hættur því núna. Eftir að hún fór ekki í gang síðast þegar ég gerði það :x En málið er bara að þrífa hana vel, leyfa henni svo að þorna. Svo hef ég bara borið bumber care á plast hlýfarnar og svo þvegið og bónað :wink:

Einn sem er búinn að láta auto glym kynningu heilaþvo sig ;) :lol: :lol:

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 13. Apr 2004 23:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Góð svör hjá ykkur.... greinilegt að maður á eftir að vanda sig meira og meira þegar maður lærir svona :)

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Apr 2004 01:52 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 28. Apr 2003 11:05
Posts: 537
Location: Kópavogur
ég keypti felgu hreinsi í bílanaust frá comma man ekki hvað hann heitir en þetta var pakki með efninu og tveimur burstum og virkar bara ágætlega en náði ekki öllu af ég náði restinni af með sonax hard wax bara nudda tjöru blettina með því og sjúka svo af jafnvel fara eina umferð yfir felgurnar eftirá.

Á leðrið hjá mér notaði ég mothers lether cleaner og svo leather condisioner(hvernig sem það er skrifað) og lét það liggja á í 20 mín því það hefur greinilega ekki verið borið á sætin lengi og þetta var mér sagt að gera einu sinni á dag í nokkra daga 3 - 4 til að mýkja leðrið upp og svo eftir þörfum.

Svo er einn snildar hlutur srm hetir mothers clay bar sem er leir sem nær öllum óhreinindum sem festast í lakkin og ég mæli hiklaust með þessu þó þetta sé dáltið dýrt en þetta skít virkar á lakkið og rúðurnar.

Ég hef sjálfur ekki fundið neitt bón sem ég er mjög sáttur með þannig ég ætla ekkert að commenta á það.

Svo tvennt að lokum þá er það eina sem dugar inn í hurða föls er sonax hard wax kanski ágæt að fara yfir þau með tjöruhreynsi fyrst en svo sonax hard wax, á véla plast nota ég sonax motorplast það virkar mjög vel gefur flottan glans og endist fínnt bara þrífa vélina fyrst með tjöruhreinsi og KÖLDU vatni(sá það í autoglym myndbandinu.

_________________
'98 Image 316i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Apr 2004 08:20 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 03. Jul 2003 19:32
Posts: 2413
Location: 105 Reykjavík
ég nota helst aldrei tjöruhreinsi sonax hardwax virkar vel á tjöruna og líka til að þrífa felgur... brútus og tjöruhreinsir mattar víst lakkið með tímanum.. og svo eftir vélaþvott er best að úða bara motorplast yfir allt plast


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Apr 2004 08:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Mótorplast er ekkert voðalega sniðugt, það verður gult með tímanum og þar af leiðandi leiðinlegt. ;)

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Apr 2004 09:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Bjahja,, kalt vant ;)

Mótorplast = BAD

Voru sumir ekki að fylgjast með ;)

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Apr 2004 15:36 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
gstuning wrote:
Bjahja,, kalt vant ;)


Já, ég notaði ískalt vatn :?

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Apr 2004 23:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Sep 2002 01:19
Posts: 1898
Location: Reykjavík
Ég nota eingöngu AutoGlym á báða mína bíla, ég hef komist að því að ef maður notar þessi efni rétt þá virka þau. Ég hef notað massa frá Consept til að taka bílinn alveg í gegn, þá með borvél og púðum.
Allir þessir "umhverfisvænu" tjöruherisar eru ekki alveg að virka þetta er svo útþynnt að maður getur drukkið þá, ég er sammála bebecar um að MAXI EXTRA sé bestur á tjöruna, en þá þarf lika að bóna á eftir. :wink:
Eitt tipps sambandi við matta hluti í innréttingum, miðjustokkurinn hjá mér er mattur, ef það fer einhverskonar innréttinga glans efni á hann þá verður hann ógeðslegur að sjá, ég hef notað AutoGlym Fast Glass á þennan flöt með mikilli lukku hann helst mattur og hreinn.
Á leðrið nota ég auðvitað AutoGlym Leather Care virkar helvíti vel Mothers Leather Cleaner, ég á eftir að prufa fleiri efni á leðrið.

_________________
BMW 850iA '92 E31
Mini Cooper S '03 R53
BMW K100 '85


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 17. Apr 2004 00:10 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 12. Aug 2003 21:45
Posts: 1376
ég nota sonax hardwax í spreibrúsum,
einfalt og fljótlegt. og líka vegna þess að það
verður ekki hvítt þegar það þornar á svörtum listum.
er til e-ð annað bón sem hvítnar ekki?
ég þoli ekki að þrífa hvínað bón af svötum flötum.

_________________
'BMW, designed by Germans, driven by tossers' J.C.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 12 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group