Smá update, veislan er byrjuð. Ég komst að því að lappinn tekur 2 diska, enda með 18.4" skjá og ætti því pláss að vera af skornum skammti.
Uppsetningin núna er því dual boot, ég held gamla hlunkinum óbreyttum og setti fresh install á nýja diskinn.
Það er alveg hreint ótrúlegur munur á þessum 2 'diskum' (gagnageymslur væri nær lagi). SSD keyrir upp á no time, maður loggar sig inn á því sama, forrit starta sér á núll einni og annað sem kom líka skemmtilega á óvart. Kannski ekki vitlaust að orða það svona: 'netið varð hraðvirkara'. Þrátt fyrir að ég noti hinn hraða Chrome þá er einhver flöskuháls við að rendera síður. Vélin greinilega að stelast til að swappa e-ð þrátt fyrir 4GB af minni. En á SSD uppsetningunni spretta síðurnar bara full skapaðar.
Ég er að skrifa þennan pistil úr gömlu uppsetningunni og þegar ég var að keyra kerfið upp, sérstaklega post login partinn var ég við það í einlægni að bara endurræsa, hélt að það væri e-ð að hún var svo lengi blessunin.
Gripurinn er semsagt Toshiba Satellite
P500 1DZ með i7-720QM CPU, 1333 MHz FSB, 6MB 3l cache.
Ég sé reyndar að minnið í henni er bara að keyra á 1066 MHz, vélbúnaðarsérfræðingar hér, væri það þess virði fyrir mig að skipta kubbunum út fyrir
DDR3-1333?
Eða að bíða aðeins þar til 4GB kubbarnir fara að detta inn með kurteysislegum verðmiða
Ekki að ég sé að keyra annað en bara brásera og þannig en oft margir flipar.
Bara pæling af því nú er hraðinn á minninu orðinn flöskuháls, vélin skorar í fyrrgreindu prófi:
Processor 6,9
Memory 5,9
Graphics 6,4
Gaming graphics 6,4
HD 6,9 (upp frá 5,8)