SteiniDJ wrote:
Ég og þú (Sveinbjörn), ásamt 5 öðrum, sitjum á veitingastað að ræða ljósmyndirnar hans Mr. Boom. Allir erum við á því máli að þær séu illa teknar. Nú situr Mr. Boom á næsta borði og heyrir allt sem við segjum og ákveður að láta heyra í sér, en þá stöndum við einfaldlega upp frá borði og göngum burt.
Má hann þá kæra okkur?

Væntanlega ekki, en málið breytist ef þið eigið veitingastaðinn og hendið honum útaf honum og bannið honum að koma inn og borða því hann braut einhverjar reglur sem voru ekki í gildi þegar hann braut þær. Minnir mig á Nuremberg réttarhöldin

(þ.e.a.s. verið að refsa mönnum fyrir einhver brot á reglum sem voru ekki til staðar þegar brotið átti sér stað, hvort það er í raun og veru tilfellið hér veit ég ekkert um

)
Lög eru ekki afturvirk. Hinsvegar eru hótanir um líkamsmeiðingar í lögum, og eru spjallborð ekki undanskyld og "á þetta bann því rétt á sér" (Ef hótanir um líkamsmeiðingar áttu sér stað, sem enn og aftur ég veit ekkert um

)
Spurningin er bara hvort spjallborð hafi rétt á að "refsa" mönnum fyrir brot á landslögum því þau áttu sér stað hér, eða á að láta yfirvöld um það.
Ég myndi halda að skemmtistaðir hefðu rétt á að banna menn sem væru ætíð með vesen inná stöðunum, og ætti það að vera eins hér...