ValliFudd wrote:
Hvernig í ósköpunum getur lánshæfi ríkissjóðs batnað við að bæta við sig ábyrgðum á 600-1200 milljörðum? Með "já" er verið að færa ábyrgðina af tryggingasjóði yfir á ríkið.
Þó sumir segi að ríkið þurfi líklega ekki að borga neitt og eitthvað í þá áttina, erum við samt að skrifa undir sem ábyrgðarmenn á um EITT ÞÚSUND MILLJÖRÐUM. Hvernig í ósköpunum getur það látið banka út í hinum stóra heimi vera viljugri til að lána okkur pening

Virðist einkennilegt en er staðreynd engu að síður.
Það sem mun gerast eftir nei-ið er að línurnar sem við fengum frá norðurlöndunum munu hiksta sem þýðir að til skamms tíma getur verið erfitt fyrir okkur að fá fjármagn. Við munum því ekki hafa greiðan aðgang að þessum lánum til að nota til að borga aðrar skuldir okkar og því er lækkun á lánshæfi líkleg niðurstaða.
Til lengri tíma litið hinsvegar þá verðum við með lægri skuldastöðu sem mun bæta hag okkar og auðvelda okkur að greiða af skuldum okkar sem mun hækka lánshæfið.
Semsagt, til skamms tíma lækkar lánshæfið en hækkar til lengri tíma litið. Því segi ég nei.