Sælir,
Þið sem hafið verið að keyra um á Toyo Proxes, hvað hafið þið að segja um endingu á þessu?
Var að heyra það að endingin á þessum dekkjum er alveg merkilega lítil. Framdekk á afturhjóladrifnum bílum hafa verið að fara á einu sumri (spurning hvort hjólastilling og það allt hafi verið tip top) sem mér finnst alveg absúrd að heyra. Hvernig ætli afturdekkin endi þá?

Er með tvo ganga í takinu. Annaðhvort Toyo Proxes T1R eða Cooper Zeon 2XS. Dekk í svipuðum verð- og performance flokk, en hef verið að heyra mikið meira af góðum hlutum um Cooper dekkin. Einn amerískur muscle-eigandi talaði jafnvel um það að hann sé búinn að bruna ~50.000 mílur á Cooper, en ég veit ekki í hvaða minningarakstri sá hefur verið í. Það merkilega var samt að önnur review sem ég hef lesið minnast á það sama: endingin er gífurleg og dekkin góð. Sumir ganga jafnvel svo langt að bera þau saman við Michelin PS2, sem eins og sumir ykkar vita þá eru það dekkin sem BMW hefur verið að setja undir mikið af M bílunum sínum og eru að standa sig vel.
Hafið þið eitthvað um þetta að segja?