UnnarÓ wrote:
tinni77 wrote:
Nei hér, vil ekki borga skuld sem tengist mér ekki á nokkurn hátt
Þetta er svo mikill misskilningur hjá mörgum, að 'já' þýði að maður vilji æstur taka á sig einhverja skuld, en 'nei' þýði að maður ætli bara að sleppa við að borga. Ég segi já því ég held að við það tapi þjóðin sem minnstu!
Ég verð svo pirraður að hugsa til þess að laugardaginn verða svo margir sem kjósa 'nei' sem einfaldlega hafa ekkert kynnt sér málið og halda að þeir séu að gefa einhverjum útrásarvíkingum puttann, en svo þegar öllu er á botninn hvolft borga þeir svo meira þegar allt er tekið inní reikninginn.
Akkúrat öfugt hérna megin...Ég verð pirraður að hugsa til þess að á laugardeginn verða einhverjir sem kjósa "já" því þeir hafa ekki kynnt sér þetta nógu vel...
Í þínum huga er:
Já=Borga minna
Nei=Borga miklu meira
?
Ég er búinn að lesa mig nóg til um þetta til að mynda mér skoðun og rúmlega það, jafnvel þó að ég viti ekki ALLT um þetta frekar en hver annar(staðreyndirnar, sem og "áróður" bæði já og nei megin) og ég hallast að nei, ágætis rök báðum megin en talsvert sterkari "nei" megin að mínu mati(ætla ekki að fara út djúpt í hver þessi rök eru(neyðarlögin, borgun í isk eða pund/evrum(ef ekki allt gengur eftir þegar kemur að gengi getur það haft
GÍFURLEG áhrif), o.s.frv. o.s.frv. o.s.frv. þar sem ég held að þessi póstur kæmi þá ekki fyrr en í kvöld eða nótt)..en auðvitað eru margir sem hafa ekkert kynnt sér þetta og halda að við hreinlega borgum ekki ef við segjum nei og eru alveg 100% á því, en á móti eru margir sem halda að þetta hverfi bara og allt verði eins og það var 2007 ef við segjum já...
Annað hvort kynnirðu þér þetta eða sleppir því að greiða atkvæði.Einföldustu rökin eru:
Maður greiðir ekki skuldir sem manni er ekki skylt að greiða!Og okkur ber ekki lagaleg skylda til að greiða þetta*, "fuck" siðferði í þessu tilfelli.
Ef að bróðir þinn fær lánaðann pening frá X, en getur svo ekki staðið við skuldina/neitar að greiða hana, má þá X koma til þín og innheimta af þér þó að skuldin komi þér "ekkert" við*?
*(Verður að koma í ljós hvernig dómstólar túlka þetta)