BjarkiHS wrote:
Upphæðin er mjög ólíklega 32 milljarðar í mesta lagi.
Málið snýst um að ábyrgjast 640 milljarða gjaldeyrislán,
sem þýðir að ef krónan veikist um 5% kostar það 32 milljarða í viðbót.
Ég treysti gjaldeyrissérfræðingunum þegar ég verslaði mér bíl 2007 og er ekki á leiðinni að fara að gera þau mistök aftur.
Og getur verið að þetta sé rétt ?
http://www.advice.is/?p=922eru menn enþá að halda þessari vitleysu fram ?
það er talað um að það sem að komi til með að falli á ríkið séu 32 milljarðar
5% af þeirri upphæð eru ekki 32 milljarðar
5% af 640 miljörðum eru vissulega 32 milljarðar, en á móti kemur EIGNIR landsbankans í UK ! sem að eru nota bene ekki borgaðar út í ISK
sem að koma til með að hækka líka með veikingu krónu.
hættulegasta gengisbreyting fyrir okkur er breytingar á milli punds og evru
semsagt, milli hollands og bretlands.
ekki milli ISK og annara gjaldmiðla.
og endilega talið nú ekki um það að vextir af upphæðinni sem að þurfi að borga á þessu ári séu 26 milljarðar, þar sem að þrotabúið á þá peninga inni nú þegar, semsagt það eru ekki peningar sem að ríkissjóður er að fara að leggja fram (ATH þetta er allavega einsog ég hef skilið hlutina hingað til)
fyrir mér er þetta spurning um tvennt.
á ég að kjósa með hjartanu og gefa bretum og hollendinugm fokkjú putta og segja nei
eða á ég að kjósa með heilanum og hugsa um að hugsanlega gæti þetta versnað með því að segja nei, og sætta mig við samninginn
samning sem að fræðimenn samþykkja sem að hafa verið alfarið á móti fyrri samningum (Ragnar H. Hall t.d.)
úr þvíð að þið eruð svolítið mikið fyrir að vísa í hann reimar, þá kom fannst mér hann nú ekkert koma neitt ógurlega rosalega vel útúr þættinum á rúv í kvöld.
þó svo að ég einmitt hefði viljað að hann hefði komið mjög vel út þar.
bimmer wrote:
Þeir eru svo æstir að komast inn í Evrópusambandið að þeir segja JÁ hvað
sem það kostar - nei væri hraðahindrun á beina breiða veginum í EU.
'
æji ekki bera þetta tvennt saman
einsog staðan er akkurat núna hjá mér, þá er það 60/40 já í hag
en um evrópusambandið kemur alltaf til með að vera kosið
og þar er það (miðað við núverandi upplýsingar) 95/5 nei í hag
ekki tengja þessi 2 mál saman.
þetta er sá hugsunar háttur sem að ég hræðist mest.
að fólk komi til með að tengja icesave við annars vegar esb og hinsvegar að stjórnin falli ef að það verður neitað.
ég væri meira en lítið til í að þessi gömlu mundu hverfa úr ríkisstjórn (ekki það maður veit aldrei hvort að það kæmi eitthvað betra í staðin) og ég kem 95% til með að segja nei við esb, en ég vill ekki tengja það og ég vill ekki að aðrir tengji það við icesave
og já, einhver þarna sagði
Quote:
Kratar munu alltaf segja já. Þeir munu alltaf lúffa fyrir þeim sem stærri eru. Það er í raun og veru þeirra eðli, að vera tussa og aumingi.
vá...
málefnalegt...
og fjölmargir sögðu eitthvað á þessa leið...
(ekki beint kvót í neinn sérstakann)
Quote:
FOKK NEI VILL EKKI BORGA FYRIR AÐRA !!!
það að segja nei er engin trygging fyrir því að það lendi ekkert á íslenska ríkinu...
einsog ég segi,
í augnablikinu er ég 60/40 já í hag
fyrir 3 dögum var ég 60/40 nei í hag
það má vel vera að þetta breytist helling þangað til að ég þarf að kjósa.
en ég bið bara menn um að vera ekki svona hrikalega blinda á bara annan málstaðinn
(og já.. ég veit að ég er aðalega að tala fyrir málstaðs já manna hérna núna)