UPDATE
Sama vandamál koma núna rétt fyrir jól og gerðist snemma á síðasta ári,
semsagt bensíndælu vesen.
Svo ég geri langa sögu stutta þá fór dælan í apríl á síðasta ári, TB sáu um að skipta um hana. Sama vandamál kom aftur upp í október síðastliðinn, TB skiptu semsagt aftur um dæluna og sögðu að hin hafi bara verið gölluð og tóku þeir kostnaðinn á sig.
Núna rétt fyrir jól gerðist sama bensíndælu vandamálið aftur, ég var mjög ósáttur og vildi ekki fara með bílinn aftur í TB.
Ég fer því með bílinn á verkstæði hjá kunningja og kíkja þeir á þetta, þeir staðfesta að bensíndælan sé farin (semsagt sú 3 á innan við 8 mánuðum).
Það var því eitthvað að skemma dælurnar, þá er kíkt á bensín-síuna og þar kemur í ljós að hún er ekkert lítið stífluð og það var ekki einu sinni hægt að blása í gegnum hana. TB hafa því skipt nokru sinnum um dælu í honum og aldrey skipt um síuna.
Þessi kunningi minn sem skipti um dæluna í dag fanst þetta vera alveg út í hött að þeir hafi skipt um dælur svona oft og ekki einu sinni spáð í síunum. Þar sem það ætti að skipta um síuna um leið og það er skipt um dæluna.
Mín viðskipti við TB verða því ekki fleiri.
Annars pantaði ég nokra hluti frá pelicanparts: Viftureimar, loftflæðiskynjara, vatnslás, ballanstangarenda báðu meginn og ný bmw merki á húddið og skottið.

