Nökkvi wrote:
Lækkun gæti verið flott. Ég nota bílinn hins vegar dags daglega allt árið um kring svo ég er ekki alveg tilbúinn að hafa hann of lágan.
Mér finnst líka línan í kringum dekkin miðað við brettin bara passa ágætlega. Það er ekkert ofboðsleg gap á milli dekkja og bretta svo þetta sleppur ágætlega eins og það er.
Svona er maður nú fljótur að skipta um skoðun. Fékk Jens í heimsókn í skúrinn í dag og við skelltum Eibach lækkunargormum í bílinn.
Svona leit þetta út að framan áður en við byrjuðum.

Annar framgormurinn kominn úr, samanburður á milli gamla og nýja.

Demparinn og gormurinn koma úr í heilu lagi.

Nýja gorminum komið fyrir.

Allt komið saman og bíllinn lægri en áður. Kem með mælingar þegar gormarnir eru búnir að vera í í nokkra daga.

Að aftan fyrir breytingu.

Komst að því að báðir afturgormarnir voru brotnir á nákvæmlega sama stað.

Gömlu og nýju gormarnir. Hæðin er þó ekki alveg marktæk á þeim gamla því það vantar neðsta partinn á hann.

Gormaklemmur voru óþarfar að aftan, gormurinn kom úr með smá lagni.

Bíllinn að aftan eftir breytingu. Aðeins lægri en áður en þú ekki mikið út af brotnu gormunum.

Betri myndir seinna.
_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
