Jet wrote:
Nám sem byggist upp á hópastarfi í hverju fagi á eftir öðru getur orðið ...////MASSA////... leiðinlegt eftir smá tíma. Gott að hafa það í huga.
Í HÍ er þó líka hópavinna, en þó í minna mæli eftir því sem ég hef heyrt frá nemum í HR.
Skólagjöldin fyrir ársvist í HÍ eru 60 þús krónur.
Skólagjöld fyrir ársvist í HR hlaupa á hundruð þúsunda (veit ekki nákvæma tölu).
Skv. heimasíðu hi.is, þá er skráningargjaldið enn 45 þús fyrir hverja önn en ekki 60 þús

Ég tók tölvunarfræðina í HÍ og sé ekki eftir því. Vissulega þá er hún mun fræðilegri og erfiðari í HÍ en HR, t.d. er farið yfir meira efni í sumum kúrsum í HÍ heldur en í HR.
Síðast þegar ég vissi, þá er HR meira í því að útskrifa .NET forritara á meðan HÍ kennir fólki að forrita óháð forritunarmáli. HR hefur samt stóran kost framyfir HÍ og það er að mikið er um verkefnavinnu. Valfögin í HÍ eru líka frekar leiðinleg (aðallega stærðfræði í boði), en aftur á móti, þá hefur þú aðgang að valfögum úr öðrum fögum.
Þannig það eru kostir og gallar við báða skólanna. Veldu bara þann sem hentar þér betur
