Jæja spurning um að skella inn nokkrum myndum, eins og margir vita kannski þá er ég búinn að túrbóvæða þennan.

Bíllinn er kominn saman og orðinn ökufær, þannig séð.
Ég er búinn að smíða 3" púst og setja vélina ofaní og meira og minna græja allt saman, ég á eftir að fá SMT6 tölvuna sem fylgdi með þessu til að virka en mig er farið að gruna að hún sé ekki í lagi, þar sem að bíllinn gengur hræðilega með hana tengda.
Enn setupið hjá mér er þá svona
Zeitronix Wideband skynjari
SMT6 piggyback til þess að stýra bensíni og kveikju
Splúnkunýjar legur í sveiarás og stimpilstöngum
Ný heddpakkning, OEM með OEM heddboltar en set svo ARP studda í hann í sumar/vetur
T3/t4 hybrid túrbína
Ebay pústgrein
Pínulítill intercooler
315cc spíssar
Sérsmíðað 3" púst með opnum endakút, heyrist voðalega passlegt í honum.
Svotil ný OEM kúpling
750IA vatnskassi
MSD blaster 2 háspennukefli
Kveikjumagnari frá perfectpower
Ég stefni á að blása bara um 8psi í bili.
Ég er svosem ekkert að stressa mig á því að klára þetta þar sem að peningaflæði er ekkert gífurlegt svona þar sem að maður er í skólanum ennþá.

Ef að SMT tölvan er alveg fucked þá er planið að kaupa komplett standalone tölvu.
Svona það helsta sem á eftir að gera er:
Tengja boost mæli og ganga frá inní bíl
Finna stað fyrir Wideband skjáinn inní bíl
Tjúna SMT6 ef hún virkar
Enn hérna eru nokkrar myndir af túrbódótinu og pústinu sem ég smíðaði.














