Lindemann wrote:
Sveinn, ég verð samt að leiðrétta þig með það sem þú sagðir að pre-ignition orsakaði bruna í stað sprengingar.
Það er aldrei talað um sprengingar í brunahreyfli

Fatta ekki alveg útskýringuna, en þakka það ef ég er leiðréttur. Ég er nú ekki mikill (var ekki mikill) vélakall. Má reikna með því að ég fari stundum rangt með eitthvað sem mér hefur verið sagt eða sem ég hef lesið þar sem ég er lant frá því að vera sérfræðingur í þessu.
En það sem ég held að þú sért að meina þegar ég tala um að Pre-ignition sé að brenna stimplana, þ.e. í því samhengi að ef það væri mechanical fail, t.d. foreign object sem orsakar allar skemmdirnar, hefðu stimplarnir líklega ekki brunnið, eða þeir virðast allavega vera brunnir. Það á eftir að koma í ljós.
Ein besta leiðin (að mér skillst) til að spotta Pre-ignition er EGT sem og "loss of power", en dyno rönnin sýna einmitt loss of power efst á powerbandinu, þess vegna er áhugavert að skoða alla parametra.
Það verður mjög ánægjulegt í sjálfu sér ef það finnst lógísk skýring á stöðunni. Mikill léttir í raun.
Það má lika geta þess að ég hef líklega mislesið/misskilið/lesið með röngu hugarfari, það sem að Gunni skrifaði varðandi EGT. Líklega er hann að meina að það sé ekki alltaf hægt að reiða sig á EGT þar sem að hann sýnir eftiráviðbrögð, t.d. ef eitthvað fer alvarlega úrskeiðis er EGT líklega síðustur að fatta það. Hinsvegar eru miklar vísbendingar að finna í því hvernig EGT er á meðan tjúnað er. Langtíma exposure á háum EGT er mjög slæmt, mikið álag á mótorinn.
Spurningarnar sem ég hef fengið frá reynsluboltum eru t.d.
Hvaða tæki voru notuð til að monitora helstu gildi, eru til skrár
Hvernig voru AFR gildin
Hvernig var aðstaðan, var næg kæling
hvernig voru vatnshiti og oliuhiti
Var nóg bensín í tanknum, er séns að hann hafi svelt
Hvaða knock detection græjur voru notaðar
Hver var EGT
og svo einnig..
Af hverju voru tekin svona mörg eins rönn,
Af hverju var bíllinn ekki að bæta við afli eftir 6000rpm
Af hverju var ekki drepið strax á bílnum þegar hann fór að ganga illa
Enn í dag eigum við eftir að fá svör við flestu af þessu, og svo náttúrulega opna mótorinn og analysa allt dótið.