Neinei, en prufaðu að lesa það sem þú skrifaðir, hugsaðu svo vel um það, þá áttar þú þig á því hvað þetta er ótrúlega vitlaust.
Vinna við það sem maður hefur áhuga á? hvað ef maður hefur áhuga á flugi? Hvað ef maður hefur áhuga á því að vera læknir? Hvað ef maður hefur áhuga á einhverju sem krefst langskólanáms og er mjög ábyrgðamikið starf. Það er voðalegá rómantísk hugmynd að menn eigi bara að vinna við það sem þeir hafa áhuga á.. EF þú vilt mennta þig kostar það pening, og þá þarftu að fá það endurgoldið, ef þú færð það ekki á Íslandi færðu það annarstaðar.
Fyrir utan það að samfélagið þarf lækna, kennara, sérfræðinga, verkfræðinga, færa iðnaðarmenn o.s.frv. Ef þeir eru ekki til staðar er úti um þjóðina. Hugsanlega einhverjir hugsjónamenn eftir, svona Pétur Blöndal þingsins, en þeir eru ekki margir skal ég segja þér. Menn vilja endurgjald fyrir útlagðan tíma og kostnað við að mennta sig.
EF þú hugsar þetta eins og þú hugsar þetta verður það sem kallast brain-drain, þjóðin verður strípuð fólki sem vill mennta sig og allt hæfileikafólk í þeim greinum yfirgefur landið. Eftir situr hópur fólk sem getur ekki bundið saman samfélag.
Og á síðan bara að gera þær kröfur að "einhver" viðskiptafræðingur takið að sér bankana. Ég veit ekki betur en að almennt séu menn ósáttir við það hvernig bankarnir voru reknir, á þá bara að ráða einhvern fyrir eitthvað klink. Sérð hverju það skilar okkur með Alþingi. EF þú vilt fá hæfan fagaðila (og nú veit ég satt best að segja ekki hvort að núverandi bankastjórar eru það) til að taka að sér high profile störf sem eru mjög gagnrýnd í dag þýðir ekki að henda brauðmolum í það.
Af hverju heldur þú t.d. að Fjármálaeftirlitinu hafi ekki haldist á starfsfólki. Þar starfaði oft í skamman tíma mjög hæft fólk, en á endanum voru bara vindlar.
Hérna eru upplýsingar um þá framtíð sem þú ert að predika.
http://en.wikipedia.org/wiki/Brain_drainog smá hér
http://www.globalissues.org/article/599 ... -countriesMikið svakalega er ég sammála þér.
Síðan má ekki gleyma hvað skattlagningin hér á landi er fáránleg. Eins og Brynjar "zazou" bendir réttilega á með að það séu allir meira og minna með sama útborgað á Íslandi. (ef ég misskil hann ekki)