Hr. X kíkti líka á þann bláa í þessari ferð.
Mér hefur fundist low endið á bílnum ekki vera nógu gott í svolítinn tíma.
Síðast þegar Hr. X var hérna sá hann að vanosið var slow á honum þannig
að við kíktum betur á það núna. Hann keyrði einhver próf sem sýndu að
bæði náði vanosið ekki að hreyfa ásana eins langt og það á að geta og svo
að það var mjög hægt.
Þannig að hann reif solenoidin framanaf vanosinu báðum megin og hreinsaði
og liðkaði til. Það var munur að keyra bílinn eftir þetta - hann er núna betri
á lágum snúningum.
Áður en þetta var gert tókum við WOT rönn og fylgdumst með blöndunni og
hún var góð allan tímann. Eftir að vanosið var liðkað til voru líka tekin rönn
og þá kom í ljós að bíllinn er í lean kantinum (ekkert hættulega samt) í neðri
snúningunum núna.
Þannig að það er meira loft að koma núna inn á mótorinn
Ég þarf því við tækifæri að bæta við smá fuel og gera test aftur, aflið ætti
að aukast enn meira.
Svo í framhaldinu á að reyna að græja rebuilt gíra í vanosin og svo fer að koma
tími á undirlyftur. Þetta verður samt varla fyrr en í haust.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...