Búið að vera smá session á þessum um helgina og seinustu daga.
Það sem er búið að gera er:
- Flautan löguð (það var bara sprungið öryggi)
- Samlitaði lokið yfir dráttartaugargatinu en það var ómálað
- Skipta um afturgorma (setti e36 gorma í hann og þeir passa flott)
- Skipti um pakkningu við olíuhúsið (smá rif til að komast að þessu, c.a. 1-1.5klst) Vonandi er ekki lengur olíuleki á vélinni eftir þetta, fyrir utan að það lekur með olíuboltanum í pönnunni en ég er kominn með nýjan .
- Ný gler yfir númeraplötuljósin
- Nýr aftermartket cam skynjari (með 12 mánaða ábyrgð)
- Nýr aftermarket afm skynjari (með 12 mánaða ábyrgð)
- Nýr aftermarket lambda skynjari (með 12 mánaða ábyrgð)
- Skipt um hægra afturljós (fékk ljós á fínum díl hjá Ellapjakk)
- Sett í nýtt lok á stuðaran að neðan (númer 7 á myndina að neðan, alveg furðulegt að þetta sé sér stykki en ekki bara hluti af stuðaranum)

Keypti svona felgur til að nota sem sumarsett af Árna Sezari:

Keypti aðra innréttingu á slikk af Hreiðari og skellti henni í bílinn. Innréttingin kemur úr facelift en ég er ekki 100% að ég haldi mig við hana en aðal ástæða kaupana var airbag skynjarinn í farþegasætinu sem ég þurfti að skipta um. Því ekki að fá heila innréttingu í kaupæti í stað þess að kaupa skynjaran stakan ? Ég endaði á bílstjórasætinu og þar lenti ég í mesta veseninu þar sem plöggin á sætunum eru öðruvísi, en þar er líka munur á að facelift innréttingin er með 3 hauspúðum að aftan en gamla innréttingin var bara með 2.

Skipti í leiðinni um afturhillu en þessi sem var í bílnum var orðin nánast himinblá svo upplituð var hún. Ég kem með mynd af þessu innan skamms.
Ballancestangarendar, glær hliðarstefnuljós, 2 fóðringar og nýr vatnslás bíða svo eftir að fá að komast í en ég braut einn boltan sem var í vatnslásinum þegar ég ætlaði að losa hann af

.
Smurning í vikunni og þá ætti maður að fara að verða klár fyrir aðalskoðun.