Svezel wrote:
OK segjum sem svo að þetta virki, þ.e. að með því að skjóta vetni inn í soggreinina þá verði bruninn betri og nýting á eldsneytinu meiri sem er væntanlega hugmyndin með þessu apparati. Segjum líka svo að þetta hafi ekki slæm áhrif á brunraýmið með væntanlega auknum hita og brenni ekki ventla, stimpla o.s.frv né yfirkeyri rafalinn.
Væntanlega munu allir bílar með O2 skynjara átta sig á þessari undanlegu nýju lean blöndu fyrr eða síðar og þá fer tölvan í bílnum að auka opnunartíma spíssa til að "af-leana" bílinn. Fer hann þá ekki bara að eyða meiru og keyra á rangri blöndu?
Ég er ekki að kaupa að þetta muni gera nokkuð nema slæmt í "nýlegum" bílum, hugsanlega etv gerist eitthvað í gömlum fúlum klósettmótorum en í nýjum bílum sem eru orginal frekar lean með nóg af skynjurum til að stilla blönduna sem best hlýtur þetta bara að valda vandamálum.
Hugmyndin er að brenna mixtúru með meira vetni, þar sem að vetni er orkugjafa einn og sér og í gas formi þá mixast það mjög vel við venjulega bensín mixtúru.
Í raun ef þú dælir meira eldsneyti í vélina við sömu loftflæði mælingu þá mun bílinn vera ríkari enn áður, Þ.e þú hefur í raun skipt út lofti fyrir eldneyti.
Það sem ég get ýmindað mér að breyti afli úr vélinni er breyttur brunahraði út frá meira vetni í mixtúrunni.
Þetta þýðir að örugga seina kveikjan er núna nær því að vera ideal til að mynda best nýtanlega þrýstinginn á réttum sveifarás tíma ( sama og að flýta kveikju til að fá meira afl fyrir sama loft og bensín).
Þar af leiðandi er þetta betra á eldri bíla heldur enn nýja, og tilgangslaust á glænýja bíla sem eru kveikjulega séð ideal.
Annað sem myndi eingöngu ganga til að promota svona vöru er hvenær orka er tekin úr rafkerfinu til að framleiða rafgreiningu. Ekkert að því að taka eins mikinn straum og hægt er þegar þú ert í gír að hægja á þér. Eins og þegar þú rennur meira og minna niður brekku án þess að vera á gjöfinni þá er vélin ekki að taka inná sig bensín og aflið sem flutti þig upp
brekkuna er ekki fengið tilbaka á neinn hátt. Þannig að rofi sem kveikir á þessu þegar er sleppt bensíni og ýtt á bremsu á meðan bílinn er í gír væri í fínu lagi og í raun engri bensín orku eytt í að mynda vetni.
Til að prófa svona ætti að vera ekkert mál að tengja þetta kerfi , setja bílinn á Cruise control á 90kmh og kveikja á tækinu og fylgjast með spíssatímanum á bensín spíssunum sem og opnunar prósentu á gjöfinni .
Ef þetta virkar þá minnkar gjöfin (því nú þarf ekki jafn mikið loft eins og áður til að mynda sama afl) og þá minnkar spíssa opnunartíminn því það þarf ekki jafn mikið bensín og áður.
Best er auðvitað bara að gera þetta á dyno, hafa steady gjöf og kveikja á dótinu, það myndi mælast afl aukning alveg strax.
Láta kerfið ganga inn og út til að bera samann cyclic breytingu frá ON / OFF
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
