VÚHÚ er opnunar innleggið í þennan póst og ekki að ástæðulausu.
Það er búinn að vera mega barátta við að koma Vanos rafkerfi utaná þessa vel og koma bílnum í gang (vandamálið var að koma bílnum í gang, ekki að koma kerfinu á). Það er nefnilega þannig að M50B25TU hefur viðbótar þjófavörn sem M50B25 hefur ekki. Þrátt fyrir að hafa vélartölvu sem ekki er með EWS þá hefur bíllinn allaf harðneitað að fara í gang með vanos kerfinu, þangað til núna.
Eftir að hafa skellt bílnum til Eðalbíla með skilaboðunum "make it go" kom nefnilega þessi sannleikur í ljós og eitt snipp snipp á vír sem fer í tölvuna rauk kvikyndið í gang. Djöfull hefur þessi eini vír valdið mér miklum vanda (en ekki héðan í frá).
Gangurinn var reyndar ekkert til að hrópa húrra yfir og fékk ég villuboð á camshaft sensor og O2 sensorinn, en báðir þessir voru keyptir nýjir frá Bosch:

Nýir skynjarar í og nú erum við að tala saman. Gangurinn orðin mikið betri og bíllinn vel sprækur.
Ég keypti mér líka einn svona:
http://leatherz.com/Merchant5/merchant.mvc?Screen=PROD&Store_Code=01&Product_Code=OilBlock&Category_Code=Z3_Gauges


En með þessu litla uniti get ég auðveldlega bætt inn olíuhitamæli án þess að þurfa að vera í einhverju veseni með að finna skynjaranum pláss. Mega sáttur við að fá mælinn í lag, en ég hef verið með olíuhitamælinn ótengdan í langan tíma

.
Ég tók mig líka til og boraði fyrir hinum hitamælinum í heddið (það eru 2 á Bosch rafkerfinu, einn fyrir tölvuna og annar fyrir mælaborðið, en bara einn á Siemens rafkerfinu) og snittaði hann í. Nokkuð sáttur við að vera kominn með virkan hitamæli aftur í mælaborðið.
Mótorarmurinn vinstri var einnig við það að gefast upp, 3 boltar voru annaðhvort brotnir eða forskrúfaðir, og pannan lá ofan á X stífunni. Ég ákvað að bora þá úr og snitta fyrir stærri boltum, setti 10mm í stað orginal 8mm. Það er ólíklegt að þetta fari eitthvað á næstunni.
Þessi er semsagt alveg að vera tilbúinn fyrir vetrardvala. Það var of lítið keyrt þetta sumarið

.