Já eins og Gunni bendir á eru mistök til að læra af þeim, t.a.m. sagði einn færasti tuner þó víða væri leitað að hann lærði mikið á því að sprengja mótora, þó svo að það væru yfirleitt hans eigin.
Gunni hefur líka ekkert verið að fela neitt í þessu, hefur sent mér myndir jafnóðum og hann tekur þær og hefur bara komið fram af heilindum, þó svo að ég hafi sagt honum að ég eigi í erfiðleikum með að trúa því hvernig þetta bar að, en það er aukaatriði.
Það sem er vitað er að bíllinn var í topp standi, vanos í lagi o.s.frv. Það var staðfest fyrir viku síðan í diagnostics tölvunni. Enda var búið að keyra bílinn 3000km+ eftir að ég skipti um heddpakningu, þar af 750km frá Lúx til UK.
Það er líka vitað að það var verið að tjúna bílinn, eiga við bensín og kveikju
Og það er líka vitað að eftir það var bíllinn ekki í lagi.
En eins og Gunni bendir á er ekki nákvæmlega vitað hvað gerðist þarna á milli.
Lýsingin hjá Gunna er að bíllinn hafi verið í lagi á Dyno, en verið orðinn low on fuel og hann hafi því keyrt á bensínstöð, tankað upp og keyrt heim. Á leiðinni hafi hann byrjað að ganga illa en Gunni gat þó samt keyrt hann heim á 2 cyl að eigin sögn.
Daginn eftir voru kertin tekin úr og þau eru alveg toast á 4 cyl, hreinlega kramin saman og postulínið splundrað á 2,4 og 6, en ground strap kramið á cyl 1.
Fyrsta tilgáta var að eitthvað hefði losnað innan í vélinni, t.d. valve guide (sem eru btw nánast ný) en sérfræðingarnir voru tiltölulega fljótir að útiloka það þar sem að slíkt gerist hugsanlega á einum cyl en ekki fleirum í einu, og alls ekki 4 af 6. Sama átti við að einhver bolti hefði losnað eða ventill brotnað.
Næsta tilgáta var að hugsanlega hefðu loftsíurnar losnað og bíllinn sogað inn einhvern viðbjóð, en þær voru á sínum stað.
Þriðja tilgáta var að eitthvað hefði hugsanlega verið í inntakinu (charge pipes) jafnvel rest af gömlu túrbínunum, en sérfræðingarnir sögðu það einnig útilokað þar sem að of margir cylindrar væru skemmdir.
Sá færasti var fljótur að koma með tilgátu, áður en ég sendi honum myndir af kertunum, hann sagði að ef eitthvað væri að kremja kertin væri mótorinn toast, kertin hefðu brotnað niður þar sem að bíllinn hefði verið"mjög lean" og svo detonation, kertin splundrast (postulínið) og dottið niður og svo hefðu stimplarnir haldið áfram að tyggja á því. Eftir að ég sendi honum myndirnar sagði hann að þær staðfestu eingöngu það sem hann hefði sagt í fyrri póstinum. Eftir að ég sendi honum myndir af stimplunum hringdi hann í mig, við töluðum í 90mín og þar útskýrði hann fyrir mér fyrirbæri sem heitir pre-ignition (eða blow tourch effectÞ?), sem er einhvern vegin þannig að bíllinn leanast út, kertin fara að glow-a stöðugt, þetta þýðir að þegar spíssarnir opnast fer bensínið á kertið ásamt lofti úr inntakinu því að stimpillinn er á leiðinni niður, þá myndast hálfgerð logsuða sem mætir stimplinum á leiðinni upp. Yfirborðið á honum steikist og kvarnast úr því.
Þetta ástand er hljóðlaust með öllu, s.s. ekkert knock, en lýsir sér þannig að á þeim snúningum sem þetta gerist hættir mótorinn að bæta við afli og dyno kúrvan verður flöt þrátt fyrir að snúningum sé bætt við. Þá virðist vera bætt við bensíni því (af kertunum að dæma) og þá myndast detonation þar sem yfirborð stimplana er orðið ójafnt. Þá splundrast postulínið á kertunum og það fellur niður, og kremur kretin, étur heddið og brýtur stimpla. Þess má þó geta að þetta var langt símtal, ég er ekki verkfræðingur eða mechanic, en held að ég hafi náð inntakinu.
Samsvarandi tilgáta kom frá kunningja mínum í Ástralíu, sem og sænskum tuning félögum (umboðsmenn ESS í Svíþjóð).
Í mestu basic útskýringu sem til er, bíllinn var í 100% mechanical lagi, var tjúnaður, og er steiktur.
En hvað gerðist nákvæmlega, og hver skaðinn er, þarf að koma í ljós.
Það áhugaverða er samt (eftir því sem Gunni segir) að Heddpakningin (OEM BMW) virðist enn halda!

og það er bara svakalegt ef um svona detonation og total carnage er að ræða. Þá má allavega segja að Bankerinn hafi deliverað í HG skiptum. En það á eftir að koma betur í ljós.
Mögulegur skaði (viðkvæmar sálir geta hætt að lesa núna) Skaðinn er það sem ég eyddi.
99-100% ónýtt:
Heddið er ónýtt ef stimplarnir eru í steik, heddið er úr áli en stimplarnir forged og því á heddið ekki breik í að tyggja postulín, sem er með bráðnunarhita við 1400°C. (nýjir valve guides í heddinu 2009 ásamt frekari vinnu)
Stimplarnir ónýtir, kosta € 1000-1200 c.a.
Höfuðlegur og Stangarlegur Sérhúðaðar frá VAC í USA, uþb € 200
Denso Kerti notuð 3000-4000km, € 50 euro (ekki stór skaði þar svosem)
OEM heddpakning € 200
€ 6000 sem ég eyddi í samsetningu á botninum 2009 á dýrasta (virtasta vélaverkstæði í Lúx)
Frekar líklegt:
Brass legurnar í þrykktu stöngunum við stimplana (€ 1000 stangir ef það þarf að skipta um þær)
Blokkin sjálf, mögulega dugar að hóna hana, en það var gert 2009, mögulega ónýt
Möguleiga ónýtt til viðbótar:
2x glænýjar Garrett GT2252 enda þarf postulínið og stimpilbrotin að fara eitthvað. Spaðarnir á hotside eru því mögulega ónýtir.
ARP2000 heddstuddar € 200-300
Ég er mögulega að gleyma einhverju.
Auðvitað er Gunni með dealer verð á flestum þessum hlutum, en þar að auki hafa menn víðsvegar úr heiminum boðist til þess að útvega replacement hluti á kostnaðarverði.
GSTuning wrote:
Bílinn skilaði 650Nm togi og 510hö í síðasta runninu sem hann tók á dynoinu áður enn hann fór af við 16psi.
Ég er ekki viss um að uppsetningin skili mikið meira enn 500 og aðeins hestöflum. Vélin þarf að sjá um mikið af vinnunni við að tæma stimplanna af pústi áður enn ferskt loft er tekið inn þökk sér littlum túrbínum og túrbó greinum, þannig að þótt að það sé bætt í 5% meira lofti þá skilar það sér ekki í 5% meira afli þar sem að það leggst á vélina 2% tap við að skipta um loft. Enn á móti þá getur svona setup haft mjög vítt aflsvið.
En svona á jákvæðu nótunum þá væri gaman að sjá þetta dyno sheet, mér er s.s. sama ef hann skilar ekki mikið meira afli en þetta þó svo að það sé nóg boost eftir inni, en ég væri einmitt til í að sjá vinnslusviðið.