Til sölu BMW 540i Beinskiptur (var 530 og er skráður þannig)
Litur: Orientblau
Leður: SILBERGRAU LEDER (0394)
Framleiddur: 1994, Árgerð 1995. Fyrsta skráning 30.09.1994
Verksmiðjunúmer: WBAHE11020GE17720
Ekinn 182þkm
Skoðaður '11
4.0 V8 286hö
Búnaður:Spólvörn (kom í síðustu E34 bílunum, svipað kerfi og E39/E38). Virkar þrælvel í snjó
Leðurklætt airbag sportstýri (að mínu mati flottasta airbag stýrið í E32/E34)
Rafmagn í rúðum
Viðarklæðning
Sólgardína í afturglugga
ABS
BMW Gsm sími (vantar símtólið sjálft)
Fjarstýrðar samlæsingar úr lykli (Original og virkar)
Glær Hella stefnuljós að aftan
Glær stefnuljós að framan
Þokuljós að framan
Bíllinn var keyptur inn sem forstjórabíll á sínum tíma og var notaður sem slíkur til 1999 þegar umboðið keypti hann aftur. Katrín Fjeldsted átti hann síðan til 2002 og þá fór hann aftur til umboðsins. Þaðan fór hann til Arnórs Hafstað í 2 ár áður en hann kom í 3ja sinn til umboðsins. 2004 keypti Steinieini bílinn og frá því hann átti bílinn og ég eignast hann eru 2 eigendur búnir að eiga hann. Bíllinn var ekki í umferð frá 10.2008 þangað til 05.2010. Þannig að eigendasagan er nokkuð góð. Enda ber bíllinn það með sér, hann er svo til óryðgaður og vel með farinn.
Bíllinn lenti í tjóni hjá síðasta eiganda að framan og keypti ég bílinn klesstan á sínum tíma. Ég lét skera úr öðrum bíl hægra framhornið og það var soðið á og gengið frá því af Nonna Bras. Það sést ekki á bílnum að hann hafi lent í tjóni og engin tjón skráð á hann. Bíllinn var svo heilsprautaður sumarið 2010, fyrir utan toppinn og hliðarplöstin og er lakkið því eins og nýtt.
Ég setti í bílinn 4L mótor úr TM-K heitnum, sem klesstist fyrir norðan. Það fór ný kúpling í bílinn þegar það var gert og nýr vatnskassi er líka í honum. Í heildina er þetta mjög góður og solid bíll. Ég er búinn að vera að dunda mér við að ná honum góðum og það er tvennt sem ég man eftir að sé að bílnum:
1. Það kemur hikst í bílinn í c.a. 2 sek. stundum eftir gangsetningu. Eftir að þetta hefur gerst einu sinni gerist þetta ekki aftur á meðan bíllinn er í gangi. Ef bíllinn er í hægagangi þegar þetta gerist, þá drepur hann á sér. Ef hann er í keyrslu, þá er eins og maður hafi stigið af gjöfinni og gefið svo aftur strax inn. Þetta er pirrandi, ekki hægt að neita því. Ég er búinn að vera að vinna í þessu með hjálp Bjarka í Eðalbílum, en ekki ennþá fundið út úr hvað þetta er.
2. Það er rifið út úr hurðarstoppara bílstjóramegin. Ég er alltaf á leiðinni að gera við þetta, hver veit nema það verði búið bráðum!
Verðið er fast 650.000.- með Rondell 17". Þetta er fast verð og væri hærra ef ég væri búinn að finna út úr þessu böggi með hikstið.Felgurnar eru ný-söluskveraðar. Undirvinnan mætti vera betri, en þær eru nýsprautaðar og líta mjög vel út. Afturdekkin eru slitin, framdekkin allt í lagi en ósamstæð.
Ég fullyrði að þetta er einn albesti E34 á landinu boddílega séð og gefur E34 M5 lítið sem ekkert eftir í hröðun með þessu drifi.
Upplýsingar í S: 699-2268 eða smu@islandia.is











