Nýtt grunnnámskeið að byrja í dag uppí CrossFit Sport og það eru 2-3 laus pláss í 17:30 tímann ef einhver vill taka skyndiákvörðun og skella sér í CrossFit
Grunnnámskeiðið kostar 17.500kr og þetta er innifalið:
Grunnnámskeið samanstendur af 3 föstum æfingum í viku, auk tveggja sunnudagsæfinga seinni hluta námskeiðsins og hreyfigreiningar með sjúkraþjálfurum.
Innifalið:
* Kennsla í réttri líkamsbeitingu og öruggri æfingatækni,
* Faglegur og traustur undirbúningur fyrir Framhaldsnámskeið CrossFit Sport
* 3-4 CrossFit æfingar á viku,
* HotYoga teygjur 1x í viku (valfrjálst)
* CrossFit Sport knattspyrnutími 1x í viku (valfrjálst)
* Sjúkraþjálfari kemur í tíma og metur líkamsstöðu og líkamsbeitingu,
* Aðgangur að Sporthúsinu og öllu því sem þar er boðið upp á,
* Fræðsla um mataræði, og æfingatækni.
Tilgangur grunnnámskeiðs
* Grunnnámskeiðið er hugsað sem undirbúningur fyrir framhaldsnámskeið hjá CrossFit Sport. Rík áhersla er lögð á að kenna fólki að gera helstu æfingar sem við notum í CrossFit, að líkamsbeiting sé rétt og að fólki sé hjálpað yfir erfiðasta hjallan með stigvaxandi álagi.
* Grunnnámskeiðið er fyrir alla sem ekki hafa æft CrossFit áður, bæði þá sem eru að byrja í líkamsrækt eftir langt hlé og hina sem eru í þokkalegu formi. Álagið verður lagað að þörfum hvers og eins þannig að allir fái tækifæri til að bæta þrek sitt umtalsvert.
Líkamsrækt hjá CrossFit Sport sker sig úr:
* Framúrskarandi fagleg og persónuleg þjónusta
* Heilbrigð forgangsröðun: Heilbrigði á líkama og sál kemur fyrst, líkamleg geta kemur númer tvö, glæsilegt útlit og falleg útgeislun kemur í kaupbæti!
* Við horfum til lengri tíma. Ef þú vilt gera líkamsrækt að lífsstíl og ert tilbúinn til að setja þér langtímamarkmið áttu erindi til okkar. Við höfnum átakshugsun, sem er í eðli sínu varasöm skammtímalausn eins og reynsla margra sýnir.
* Nokkrar þjálfunarleiðir á framhaldsnámskeiðum, sérsniðnar að mismunandi markmiðum þess breiða hóps sem æfir hjá okkur.
* Við störfum náið með sjúkraþjálfara til að bæta stöðugt gæði og innihald þeirrar þjálfunar sem við bjóðum upp á, og til að greina og laga líkamlega kvilla þeirra sem æfa hjá okkur áður en þeir verða að vandamáli.
* Einstakur hópur vel menntaðra þjálfara sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi. Kíkið á þjálfarasíðuna okkar því til staðfestingar.
* Yfirburðaaðstaða, bæði í tækjabúnaði, glæsilegri CrossFit aðstöðu og einstakri útiaðstöðu í hjarta Kópavogsdalsins, fjarri allri bílaumferð.
* Aðgangur að sérhönnuðum gagnagrunni CrossFit Sport sem heldur utanum árangur þinn og gerir þér kleift að fylgjast með framförum þínum á kerfisbundinn hátt.
* Heilbrigður fjölskylduandi, sem lýsir sér m.a. í fjölda para sem æfir hjá okkur, unglingaæfingum og krakkaæfingum fyrir 5-10 ára krakka.
* Fjöldi skemmtilegra uppákoma allt árið um kring, okkur skortir aldrei skemmtilegar hugmyndir!
* Innifalið í þjálfun hjá okkur er HotYoga, knattspyrna, kalt ker, fjallgöngur, ýmis námskeið og aukaæfingar og margt fleira.