Sælir kraftsmenn
Mér datt í hug að þið gætuð haft áhuga á að sjá nokkrar myndir af eina BMW Gran Turismo sem kominn er á klakann að ég best veit.
Þessi BMW sendiráðs Sambanndslýðveldisins kom á götuna 12. janúar s.l.. Fyrir utan það sem stendur í subject-i, þá er þetta 300 hestafla diesel fákur, hlaðinn búnaði. 8 gíra sjálfskiptingin er einstaklega ljúf og skilar bílnum hnökralaust upp í hámarkshraða




Í samanburði við Disco-inn frá Brezka heimsveldinu, þá er GT-inn ekkert mikið minni. Enda ca. 10 cm lengri, 10 cm hærri og 4 cm breiðari en E60. Aksturseiginleikar GT eru mun líkari 7-línunni en 5-línunni, að mínu mati.

Hér má svo sjá stærðarmuninn í hina áttina. Benz 190E er eins og MINI í samanburði.

Innviðurinn er allur hinn snotrasti og flest allt innan seilingar fyrir ökumann.

Mælar og aðgerðir þar að lútandi í stýri eru mjög læsilegir og notendavænar.

Bíltölvan er mun betri og notendavænni en í BMW-inum sem fyrir var hjá sendiráðinu.




Öll umgengni um bílinn er mjög þægileg. Þar ber helst að geta gott rými í aftur sætum þar sem ekki þarf að færa framsætin framar fyrir stóra menn til að fá aukið fótarými aftur í. Þá er bíllinn það hár að fólk sest beint inn í bílinn í stað þess að setjast niður í bílinn eins og raunin er með 5-línuna og E-línuna hjá Benz.

Aftursæti eru með stillanlegu baki.

Útsýni um afturrúðu er takmarkað en góðir hliðarspeglar og bakkskynjarar bæta það upp að mestu.

Gott pláss er í skotti - og nokkuð auðvelt að koma 4 stórum töskum fyrir. Þar fyrir utan má leggja niður aftursætin fyrir stærri flutninga.

Sniðugur fídus.

Ljós í fölsum og hurðarhúnum að utanverðu.

300 ho ho undir húddinu.

Það sem af er, þá hefur þessi bíll veitt manni mikla starfsánægju og staðist allar helstu væntingar. Hann vinnur vel og fer vel með farþega og bílstjóra. X-drive-ið kemur vel út á þessum stóra bíl og stenst kröfur. Ég, eins og fleiri, var ekki yfir mig hrifin af útliti bílsins þegar ég bar hann fyrst augum á mynd. En ég verð að segja að það álit mitt hefur breyst, því útlit bílsins venst mjög vel. Kannski vegur akstursánægjan það upp.

_________________
Jón Birgir
Mercedes-Benz C124 230CE '91
Renault Mégane II Sport Tourer '04
BMW E39 520i '99 (seldur)
BMW E28 518 '82 (seldur)
BMW GT