Jæja kominn tími á smá update.
Ég ákvað að taka frá smá pening til að eyða í þennan bíl og spekúleraði mikið hvað ég vildi nota hann í. Skoðaði marga möguleika, heilmálun, leður sport innréttingu, M-Tech kit og ýmislegt annað. En á endanum valdi ég þetta dót sem ég pantaði af Pelican Parts í lok Janúar. Sótti það áðan og gat að sjálfsögðu ekki beðið með að opna kassana og taka úr þeim!




Þetta er semsagt Stage 3 Suspension Upgrade kit af síðunni þeirra, nema gormarnir eru frá H&R en ekki Eibach.
http://www.pelicanparts.com/cgi-bin/sma ... 06%2F90%29 (ýtið á Notes flipann til að sjá hvað er í því)
Síðan annað random dót með.
Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta er að þó að betur mætti fara varðandi útlitið á bílnum innan sem utan þá er fjöðrunin sem er undir honum núna alveg skelfileg. Það eru orginal demparar með einhverjum lækkunargormum. Fullt af ónýtum fóðringum og það skröltir í allavega tveim demparapúðum. Dempararnir eru svo sem ekkert handónýtir, en þeir eru samt ekki mjög góðir og alls ekki gerðir fyrir svona mikla lækkun. Þetta kit á að lækka bílinn um ca 1,5" samkvæmt síðunni sem er að ég held minni lækkun en er á bílnum núna, en er þó ekki viss þar sem að ég finn engar upplýsingar um hvernig gormar eru í bílnum, bara að það flagnaði fjólublá málning af þeim.
Ég held að þegar þetta verður komið í að þá er ég kominn með allt annan bíl hvað varðar aksturseiginleika og ég hlakka mjög mikið til að prófa hann með þessari fjöðrun, en ég fer í að skipta um á næstu dögum og reyni að documenta það eins vel og ég get.