jonthor wrote:
fart wrote:
...En ástæða þess að menn eru svona misvel staddir í dag er ekki sameiginlegur gjaldmiðill heldur ósamstæð hagkerfi og óstjórn hjá PIIGS löndunum.
Það er ákkúrat málið, varla heldurðu að það sé tímabundið ástand að lönd hagi sér með misskynsamlegum hætti? Þetta er einmitt grundvallarvandamálið við Evruna, bæði þegar gengur vel og illa. Þegar gengur vel þá fengu þessi lönd allt of mikið af lánum á of lágum vöxum einmitt vegna þess að menn trúðu að Evran væri "sama value" allsstaðar og PIIGS löndin gátu hagað sínum fjármálum eins og þau vildu. Með sjálfstæðan gjaldmiðil hefði ruglið í þeim endurspeglast í kjörum á markaði.
Grundvallaratriðið þarna er að ECB hafði ekki tilskilin völd, sem þeir eru smám saman að fá. Menn dásömuðu Grikkland mikið þegar þeir komu inn í EU, en grunaði ekki að menn væru búnir að bragðbæta bókhaldi svo um munaði. Með önnur lönd þá var það aðallega fasteignabóla, sem var global, og ónógt fjárhagslegt bakland.. að mínu mati.
jonthor wrote:
fart wrote:
...Það sem menn gleyma er að Ísland er "fræðilega" gjaldþrota útaf krónunni fyrst og fremst, sem er hin hliðin á óhóflegri erlendri skuldsetningu bankanna, sem var síðan flætt til fyrirtækja og einstaklinga, vandamál sem væri ekki til staðar ef krónann hefði fengið að veikjast 2006 eða ef að Ísland hefði verið með sterkara bakland... Það sem hin löndin eru ekki á meðan þau njóta verndar EU
Heldurðu að bankarnir hefðu ekki
að minnsta kosit stækkað jafn hratt ef við hefðum verið með evruna? Vafalaust enn hraðar. Heldurðu að íslensk heimili hefðu ekki skuldsett sig
að minnsta kosti jafn mikið ef við hefðum verið með margfalt lægri vexti? Hvað með Íslensk fyrirtæki? Hvernig værum við nákvæmlega betur stödd með hærri skuldsetningu á bakinu? Skuldsetningu sem hefði orðið til vegna nákvæmlega sömu aðstæðna og hún varð til í PIIGS löndunum, vegna þess að þau höfðu aðgang að lánsfjármagni sem ekki endurspeglaði undirliggjandi áhættu. Ef röksemdafærslan er að bankarnir hefðu ekki fallið, þá erum við ekki ekki sammála um þann punkt. Auðvitað veit enginn hvað hefði nákvæmlega gerst, en ég er þeirrar skoðunar að við værum einfaldlega í svipaðri stöðu og Írar eru í og hún er alls ekki betri.
First of all.. bankarnir voru doomed, sérstaklega eftir að Glitnir var þjóðnýttur á ömurlegan hátt. Er ekki að reyna að verja bankana nema síður sé.. en þú ert ekki að sjá vandamálið, sem er einmitt að Íslendingar skuldsettu sig að vild í t.d. Evrum (og JPY/CHF) en með undirliggjandi tekjustrauma í ISK ólíkt PIIGS, og því í margfalt verri málum, t.d. heimiln, og það verður að skoðast í samhengi við það hvernig hefðin er, að Íslendingar búa gjarnan í eigin húsnæði með nokkuð eigiðfé (var þannig). Ríkið hækkaði vexti útaf verðbólgu sem var tilkomin aðallega vegna verðhækkana á fasteginum (en ekki verðmætahækkana). Verðhækkunin var tilkomin vegna betri fjármögnunar og því í raun bull verðbólga. Anyway,, ríkið hækkaði innlenda vexti til að stemma stigu við verðbólgu og var tilgangurinn að fá fólk til að hætta að fjárfesta/eyða. Það þýddi að Útlendingar keyptu krónur eins og þeir ættu lífið að leysa sem gerði gjaldeyri ódýrari og ódýrari á meðan vaxtamunur milli Íslands og EUR/JPY/CHF jókst og jókst, allt þetta var neyslukvetjandi þangað til draslið sprakk. Stóra vandamál Íslands er að fasteign sem kostaði 50milljónir kostar 40milljónir í dag (eða minna) á meðan lánið sem var 45 milljónir er allavega 90 eða meira í mörgum tilvikum. Þannig dæmi finnur þú ekki á neinu PIIGS því að menn fjárfestu í sömu mynt og þeir skulduðu. Svona vandamál finnur þú reyndar í sumum Austur-Evrópu löndum, þar sem menn höfðu aðgang að Evrufjármögnun vegna væntanlegrar inngögnu, en höfðu samt tekjustreymi í local draslinu.
jonthor wrote:
fart wrote:
Það yrði bara brandari ef Grikkland t.d. (og fleiri lönd) myndu segja sig úr EU núna og setja upp eigin mynt. Það myndi þýða instant viðurkenningu á gjaldþroti þessara landa, enginn myndi taka við mynt þeirra,, ENGINN.
Staðan í dag er bara kaldur raunveruleiki, ástandið á þessum löndum er ömurlegt og það er engum gerður greiði með því að horfa öðrum augum á þetta. Nú þegar eru talsverðar líkur á að afskrifa þurfi ákveðið hlutfall af skuldum Grikklands, er ekki ljóst hversu slæmt ástandið er?
Á meðan Þýskaland/Frakkland/Holland og fleiri moka peningum undir draslið hanga menn allavega á bláþræði, kanski væri bara betra að bíta í kúluna og láta draslið rúlla, og verða úr leik í 10 ár.. hver veit.
jonthor wrote:
fart wrote:
Í dag sætta menn sig við mögulegt greiðslufall (default) af ríkisskuldabréfum þessara landa (endurspeglast í verðinu) en menn vita að EU rescue sjóðurinn mun covera stóran hluta. Ef þessi lönd fara út úr EU verða þau rusl, kanski ekki ósvipað og Ísland í dag. Munurinn á Íslandi er hinsvegar að við erum með ágætis gjaldeyrisaflandi útflutningsgreinar.
Og hver fundar EU rescue sjóðinn? Ef mikill kostnaður verður til þar (eins og þú ert að benda á), hvaða áhrif ætli það hafi myntsamstarfið? Eru ekki mörk fyrir því hversu langt sterkari ríki Evrópu eru tilbúin að ganga til þess að koma í veg fyrir kaupmáttarskerðingu í veikari löndum?
Nei, ekki á meðan Evran veikist.. þar er stóri leikurinn í þessu. Veikari Evra þýðir að EU framleiðsluþjóðir (Þýskaland, Frakkland.. you name it) eru samkeppnishæfari inn á nýju markaðina en þeir sem eru með kostnað í USD.
jonthor wrote:
fart wrote:
Einu ástæða þess að menn spá þessum löndum út úr EU, að EU samstarfið brotni upp eða Evran sé deyjandi stærð eru aðilar sem eru að reyna að valda veikingu á evrunni því þeir hafa beina hagsmuni af því.
Ertu á því að þetta sé 100% spákaupmennska? Engin undirliggjandi vandamál við Evruna?
svona 30-50%, þú veðrur að athuga að stærsti krossinn er EUR/USD.. og hvort eru vandamálin meiri í EU eða USA.. það veit það enginn, sama spákaupmennska á við um verslun með hrávöru. Nærtækt dæmi er gaurinn sem corneraði kakómarkaðinn.. aftur!
jonthor wrote:
Myntsamsstarfið er í stórkostlegum vandræðum vegna undirliggjandi vandamála sem eru óleysanleg (nema með stórkostlegum fórnum á sjálfstæði þjóða), það að benda á ókosti krónunnar, sem við erum að einhverju leyti sammála um, er ekki röksemdafærsla fyrir því að lausnin sé Evran. Ég er þeirrar skoðunar að myntsamstarfið muni ekki ganga upp til lengdar og það tengist engu öðru en hagfræðilegum rökum, spákaupmenn koma hvergi við þeirri skoðun minni.
Ég sagði aldrei að Evran eða EU væri það eina í stöðunni

, en að búa við vámynt, plat hagvöxt, feik skráningu á gengi og ónýta ríkisstjórn í ofánálag er ekki góð framtíð.