Bjarkih wrote:
jonthor wrote:
Bjarkih wrote:
http://blog.eyjan.is/elvar/2011/02/12/atvinnulifid-vill-nothaefan-gjaldmidil/ Þarna er ekki tekin afstaða til evru, atvinnulífið vill (skiljanlega) losna við krónuna.
úr greininni:
Auk þess er aðild að ESB og upptaka evru eitt stærsta hagsmunamál launþega og heimila í þessu landi, og eina færa leiðin út úr kollsteypu hagkerfinu.
Ekki tekin afstaða til evru?

Vildi nú óska að greinahöfundur myndi amk lesa hvað er að gerast í Evrópu og hvernig Evran er að ganga sem gjaldmiðill fyrir þau ríki sem eru verst sett, áður en svona fullyrðing er sett fram. Eina raunhæfa leið nokkra ríkja í Evrópu út úr vandamálum sínum er einmitt að losa sig við Evru og taka upp sjálfstæðan gjaldmiðil.
Já, í könnunini var ekki tekin afstaða til evru. Lestu betur áður en þú ferð að vera sniðugur. Og ég get alveg lofað þér að hagur almennings í t.d. Grikklandi, Portúgal og írlandi er mun betri með evru en án vegna þess að þrátt fyrir hrun efnahags viðkomandi ríkja þá helst kaupmáttur gjaldmiðilsins. Ólíkt því sem er hér, eða hefur þú kannski ekki tekið eftir helmings hækkun vöruverðs á innfluttum vörum?
Rólegur, greinahöfundurinn tók afstöðu til Evrunnar ekki satt? Þú hefðir betur linkað beint í könnunina sjálfa ef þú varst að vitna í hana.
Hvernig geturður lofað mér því að hagur almennings í þessum löndum sé betri með evru en án?
Bæði Fart og Bjarki, þið hljómið báðir eins og þið lesið eitthvað um það sem er að gerast í evrópu, veit amk. að þú fylgist vel með, enda býrðu úti Fart. Varla hefur farið framhjá ykkur umræðan um að meirihluti stjórnenda fyrirtækja í Evrópu telja líklegt að amk eitt umræddra landa yfirgefi evruna á næstu 5 árum? Þessi lönd bera einfaldlega ekki svona sterkan gjaldmiðil. Nýr gjaldmiðill myndi einmitt endurspegla veika stöðu landanna og veikjast hressilega, með tilheyrandi kaupmáttarskerðingu (sem því miður er nauðsynleg) og aukningu í útflugningsverðmæti.
Það er að sýna sig með hræðilegum hætti að one-for-all lausnin í gjaldmiðlamálum gengur alls ekki. Við þessu vöruðu hagfræðingar frá byrjun sem leiddi m.a. til þess að MAASTICHT skilmálarnir voru settir upp til þess að viðhalda stöðugleika. Þeir skilmálar snúast fyrst og fremst um að setja skorður á lönd um hvernig þau mega haga sér þegar kemur að verðbólgu, halla á ríkissjóð og hámarksskuldsetningu þjóða. Þetta hefur nánast frá byrjun verið þverbrotið, enda engan vegnin hægt að setja löndum slíkar skorður.
Í raun má segja að Myntsamstarfið muni aldrei ganga upp án þess að enn meira valdi verði framselt til EU, þá í raun framsal á valdi til þess að setja ríkjum afarkosti við framfylgd slíkra skilmála. Það er í mínum huga stórhættulegt og bætir enn á samþjöppun valdsins innan EU frá aðildarríkjunum, áframhaldandi aukning á tilfærslu á valdi frá lýðræðislega kosnum fulltrúum til manna sem enginn kýs.
Mæli með grein í economist 10 febrúar um einmitt þetta vandamál myntbandalagsins:
http://www.economist.com/node/18112137? ... N=79819974JÞS