gunnar wrote:
Gulli, í miklum snjó þá er það versta sem þú gerir að spóla bara og spóla, þá festir þú þig bara..
En núna hef ég búið á Akureyri í rúmlega 3 ár og þeir eru engir englar allir..
Hef alveg séð þvílíka sauði þar í umferðinni og maður einmitt veltir fyrir sér hvernig hægt sé að vera svona lélegur ökumaður búandi á norðurlandi..
En auðvitað er alveg rökrétt ályktun að ökumenn á höfuðborgarsvæðinu séu verri ökumenn í snjó þar sem það snjóar mun sjaldnar hér og því fólk ekki í eins mikilli æfingu.
EN!, ég vill meina að þetta sé að stórum hluta líka vanbúnaður á ökutækjum.
Það er rosalega algengt að maður sjái sérstaklega ungt fólk hér á höfuðborgarsvæðinu sem er á sumardekkjunum í glerahálku og segir svo bara "Já snjórinn fer hvort eð er bara eftir nokkra daga..."
Rétt. Ég tel mig kunna að keyra í snjó,, og þegar ég er að tala um að hafa brunað í gegnum þúfur af snjó og komist leiða minna er ég að tala um innanbæjarakstur eða bara akstur á malbiki yfir höfuð,, hef aldrei keyrt uppá fjöllum en aðeins þó utan vegar hér á suðurnejsum,, og veit að það þýðir ekkert að spóla og spóla í einhverjum skafli
Það kunna einhverjir að klóra sig hausnum og spyrja, hvernig ég geti talið mig kunna að keyra í snjó ef ég hef ekki einu sinni keyrt uppá fjöllum... æji þið vitið hvað ég er að meina
