Ég fór í það í gær að skipta um olíupönnupakkninguna í bílnum hjá mér þar sem hún var farin að leka ansi mikið. Ég ætlaði alltaf að láta hann á verkstæði til að skipta um þetta, en þar sem það kostaði í kringum 90.000.kr- þá ákvað ég að fara í þetta sjálfur, og gekk þetta bara ansi vel þrátt fyrir að vera einn í þessu, og tók þetta ca. 4,5 tíma
En hérna eru einhverjar myndir af þessu.
Eftir að hafa leyst mótorfestingarnar og tekið nokkur plöst af vélinni, þá lyfti ég vélinni upp um ca. 2.sm]
búinn að rífa mest í sundur og bara verið að klára að tappa olíunni af vélinni, og eins og sést, þá er olíupannan vel drullug af olíu eftir lekann, en lekinn var verri hinumeginn
[
olíupannan komin undan, og allt eins og sprengju hafi verið varpað undir hann

nýja pakkningin, ég ákvað að setja smá pakkningarlím með þessu þrátt fyrir gúmmíkanntinn
]