Hjalti_gto wrote:
Var að bá bifreiðagjöldin í pósti
Er að borga
25.342kr fyrir 1980kg BMW 750
og
24.766kr fyrir 1940kg 4runner
veit ekki með restina af bílunum enda eru þeir annaðhvort á geimslu eða orðnir fornbílar.
En hver er reikningurinn á þessu ? hvað er maður semsagt að borga fyrir kílóið ?
Svo stendur CO2 losun Óþekkt , er það gott eða slæmt ? Reikna þeir þá bara út eitthverja "ríkis" tölu og rukka út frá því ?
Samkvæmt mínum upplýsingum er reiknuð út C02 stærð út frá eigin þyngd ef raunveruleg C02 er ekki fyrir hendi.
1980x0,12+50 = 287,60 á 750 þá
1940x0,12+50 = 232,80 fyrir 4runner.
Svo er reiknað með sama hætti og alltaf.
Þ.e. fyrir 750i:
(287,60-121)*120+5000 = 19.992 + 5000 = 24.992 + 350 í úrvinnslugjald = 25.342
Þetta þýðir að allir bílar með CO2 losun 120g/km og minna borga lágmarksgjald, þ.e. 5000kr en svo er greitt 120kr. fyrir hvertt gramm af CO2 umfram það.
Það eru líklega ekki til opinberar tölur fyrir 750i, þ.e. á skrá hjá Umferðarstofu en ég efast um að það væri sérlega mikið að græða á því að skrá rétta tölu í þínu tilviki.
Basicly, ef að reiknaða C02 (samkvæmt fyrstu formúlu) er hærri en raun C02 þá borgar sig að endurreikna...