jæja, hér er mynd af honum rauðum..
Myndin er tekin af Jóni Orra Leósyni sem tók myndir fyrir tímaritið Bílinn á sínum tíma.
Ég er hreinlega að nálgast þá ákvörðun að vera pjúristi og fara jafnvel alla leið (ef að kostnaður verður ekki of mikið vandamál) - en Turbolook heillar mig ennþá nokkuð mikið. Ég reikna með því að þetta ráðist af litavali og verði.
Stór þáttur í því eru þær upplýsingar sem ég hef og fékk í gærkvöldi.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem eru MJÖG áreiðanlegar er þetta 911S bíll, hann var gulur og með Fuchs felgum og ekki í "turbolook"... Þessir bílar voru einmitt mjög eftirsóttir og síðustu "old school" 911 bílarnir. SC kom svo árið 1978. Þetta er reyndar allt á reiki og erfitt að fá upplýsingar en það hefur hjálpað heilmikið að fá svona back-up hér.
Hér er góð mynd af litnum sem var upprunalega á honum.
Þeir boddípartar sem ég þarf í að breyta honum í turbolook kosta úti 32 þúsund krónur, þá á eftir að flytja það heim (tollar og gjöld) taka hitt af, setja nýja á og sprauta í svörtu eða í öðrum lit. Við þetta bætast felgur og dekk á sirka 65 þús. Samtals 100 þúsund krónur og svo þarf að koma þessu heim.
Þetta er allavega ódýrara en ég hélt. Nú er bara spurningin hvað sprautunin kostar. Þá er ég að velta fyrir mér að sprauta hann í upprunalega gula litnum eða að fara "ódýru" leiðina og halda honum svörtum og eyða peningunum í annað.
Ef einhver vill gefa mér tilboð í EP í hvorutveggja (lauslega áætlað) væri það afskaplega fínt.