Ég ákvað að bumpa þessum þræði í stað þess að starta nýjum.
Ég var að lesa bílablað hjá félaga mínum um daginn, og þar var grein um þennan M5 sem hér um ræðir, "Sænsku EmmFimmuna". Þar stendur að það sé búið að breyta revlimiternum og nú snúist vélin í 7250 sn. áður en hún slær út.
Nú spyr ég því ég tel mig hafa heyrt/lesið það einhversstaðar að það væri einmitt þessi hái snúningur sem sé að skemma M vélarnar(sbr. málaferlavesen í BNA)... hvað fær menn til þess að gera þetta? Þarf einhverjar aðrar vélarlegar breytingar til þess að geta snúið honum þessa auka 2-300 snúninga eða er þetta bara peanuts aukning sem er hægt að framkvæma án hugsunar?
