Ég sé engan tilgang með því að vera "í skápnum" með þessi mál,
Það er ljóst að það mun aldrei verða byggð braut hérna á Íslandi ef allir ætla að þegja málið í gegn, þögnin kemur engu til leiðar.
Hvernig heldur þú að Kvartmílubrautin hafi verið byggð? Á þessum tíma var verið að spyrna út um allan bæ, Grandanum, Geithálsi og í Hvalfirðinum svo nokkrir staðir séu nefndir, allir vissu um þetta, löggan, bílamenn og fleiri, yfirvöld og bílamenn vildu spyrnuna af götunum á braut, og fékkst þessvegna leyfi fyrir brautinni í Kapelluhrauninu, ekki vegna þess að allir þögðu..
Það aka langflestir of hratt miðað við löglegan hámarkshraða, þú þarft ekki annað en að aka hafnarfjarðarveginn milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, þar liggja flestir á ca 100 km hraða, (hámark er 80) eða Sæbrautin, Ártúnsbrekkan osfrv osfrv.. flestir alvöru bílaáhugamenn sem eiga alvöru bíla vilja að sjálfsögðu fá smá útrás endrum og eins, og hvað þá? Jú, þeir sem eru hardcore fara út fyrir bæjinn á bjartri sumarnótt, í þurru veðri t.d. í Hvalfjörðinn, þar er svo lítil umferð að líkurnar á að mæta bíl þar kl 4 á þriðjudagsnóttu eru ákaflega litlar, og ef maður þekkir Hvalfjörðinn þá veit maður hvar maður þarf að passa sig á blindhæðum og blindbeygjum, þarna er hægt að ná miklum hraða, en maður verður að þekkja Fjörðinn til að fara sér ekki á óþarfa voða, og þar kemur umræðan inn.. það er alþekkt meðal mótorhjólamanna á Íslandi að þeir tala um vegina sín á milli, hvar hættulegar beygjur eru, hvar sé humpty dumpty, (ójafna í veginum) osfrv,. en þetta virðist vera óskaplegt taboo hjá bílamönnum, af hverju? er ekki gáfulegra að benda á þessa staði okkar á milli? hvar sé gott að fara, hvenær, hvar sé hættuleg beyjga osfrv..? nei nei... höldum þessu bara út af fyrir okkur, þegjum bara og látum næsta þurs fara út af í humpty dumpty hægri beygjunni við afleggjarann að bóndabænum í Hvalfirðinum...
