///MR HUNG wrote:
IceDev wrote:
Ég er persónulega semi-hlynntur þessu upp að vissu marki. Auðvitað á að verðlauna það fólk sem kýs eyðslugranna bíla með lægri innflutningsgjöldum og lægri bifreiðagjöldum.
Ef ég yrði að tollflokka bifreiðir innan þess ramma sem að gildir núna þá væri hægt að útfæra þetta svo mikið betur
0-35% tollur á low-emission bifreiðir
35-45% tollur á high emission fólksbifreiðir
35-60% á Jeppa ( Færi eftir útblæstri og því væri hægt að sporna við bandarískum jeppum )
35-60% á pallbíla ( Færi eftir útblæstri og því væri hægt að sporna við bandarískum pallbílum )
Núna eiga pallbílaáhugamenn að skíta yfir mig fyrir að vera með svona slembidóma í þeirra garð en let's face it....Hvað eru pallbílar, og þá sérstaklega bandarískir bensíngleypar að gera í 15% tollflokki?
.....
Afhverju þarf að sporna við einhverju hóp af bílum???
Hefði nú haldið að þessir bílar setji ágætlega í kassann í formi þungaskatts og eldsneytisgjalda!
Fyrir mér er þetta álíka gáfulegt og þegar áfengisgjaldið var hækkað og salan hrundi á móti......Og allir voða hissa

Í þessu tilfelli er viljandi um neyslustýringu að ræða, en markmið stjórnvalda (víða um vestrænan heim, ekki bara hér) er að hækka hlutfall bíla á götunni sem menga/eyða minna.
Hitt er svo annað að þessi tími er kannski ekki sá gáfulegasti til að auka álögur á fólk sem "læst" inni með gamla eyðslufreka bíla - finnst margt annað mætti vera í forgangi. Það má reyndar kannski segja á móti að það er verið að gera nýja, sparneytna bíla ódýrari en áður sem svo aftur hjálpar þeim sem eru með takmörkuð fjárráð.