fart wrote:
Bankahrunið á Íslandi er ekkert öðruvísi en bankahrun annastaðar. Hrunin urðu vegna of mikillar skuldsetningar, og þessi skuldsetning var komin til vegna þess að bankakerfið hafði of auðveldan aðgang að fjármagni. Og hvernig varð allt þetta fjármagn til, jú það voru fjármálaverkfræðingar (eða verkfæðingar í fjármalageiranum) sem fundu í sífellu upp nýjar aðferðir við að "búa til" peninga með því að pakka drasli inn í vafninga sem lookuðu vel í augum fjárfesta og voru gagngert smíðaðir til að passa inn í áhættustýringarkerfi fjárfesta/lífeyrissjóða/banka. Það voru síðan einmitt sömu verkfræðingar sem smíðuðu áhættustýringakerfin. Tryggingar voru margnotaðar og útþynntar, eða studdar með með betri veðum. Það var hægt að selja drasl eins og vont nammi með því að blanda því í poka. Ekkert ósvipað fjölskyldupakka af flugeldum.
Þetta er t.d. helsta ástæða þess að íslenku bankarnir höfðu endalausan aðgang að fjármagni. Þeir voru hátt rate-aðir og þvi var hægt að "laga til" frekar ógeðslega skuldabréfavafninga með Íslensku bankakryddi, hækka rating og líka ávöxtun þar sem að Íslensku bankarnir voru tilbúnir að borga ívið meira fyrir fjármagnið en aðrir þar sem að þeir bjuggu við heimaland með ónýtan gjaldmiðið og okurvexti.
Svo þegar skíturinn fór í viftuna fóru menn að kryfja þessa vafninga og komust að því að þeir höfðu fjárfest í helling af "íslenskum!!!! bönkum" sem skapaði bigtime WTF moment hjá þeim sem þurftu að svara fyrir það rugl (erlendir fjárfestar) og menn dumpuðu bréfunum.
Restin er bara afleiðing af over engineered fjármálagjörningum, sem áttu sér engar stoðir í raunveruleikanum en virkuðu "fræðilega" í heimi ýmissa reikniforrita.
Allir vita að þetta er Al Qaida að kenna.
Slumpið sem kom á markaðinn eftir árásina á tvíburaturnana varð til þess að stjórnmálamenn lækkuðu vexti of mikið og of lengi.
Það voru ekki vísindamönnunum sem unnu við Manhattan projectið að kenna að sprengjum var varpað á Japan.